HTML visitor Tracker

Thursday, October 19, 2006

Haustfríið er yndislegur tími, frí í viku frá skólanum og engum aukaverkefnum hlaðið á mann eins og í háskólanum heima, held að skólinn vilji í alvöru að maður slappi bara af, ótrúlegt en satt.
Það er einmitt það sem við erum búin að vera að gera, sofa til hádegis og sonna, beautiful.

Mamma hans Guðjóns gaf okkur geisladiska með klassískri tónlist fyrir börn og mæla þeir víst með að hlustunin hefjist strax á meðgöngu, við leyfðum því Dúdda að fá smá hljóðdæmi um daginn þegar ég setti heyrnartólin á mallann, frekar fyndið en á víst að vera svo sniðugt þar sem barnið er farið að nema hin ýmsu hljóð og á víst að geta munað eftir lögum þegar komið er úr mallanum. Tónlistaruppeldið byrjar því snemma hjá okkur svo er það bara Suzuki tveggja ára, þýðir ekkert annað;)

Annars gengur meðgangan bara mjög vel, ekki yfir neinu að kvarta, bara alltaf að stækka eða blómstra ef ég hef eftir henni Rut. Finnst ég nú búin að þyngjast heldur mikið en það er víst hluti af þessum pakka, víst óhjákvæmilegt.


Jæja þá er 27. vika hafin og tvær vikur síðan ég setti inn mynd síðast, svo værs'go.



Kveðja Kristín

12 Comments:

Blogger Agusta said...

Elsku Kristin og Gudjon,
Frabaert ad fa frettir af ykkur og Kristin min thu ert alveg yndisleg. Ja eg a eftir ad sakna ykkar um jolin en vid sjaumst vaentanlega fljotlega a nyja arinu.
knus og kossar
Agusta stora fraenka

5:23 PM  
Blogger Þórhildur Hagalín said...

þú ert algört æði! hafið það massa gott í haustfríinu.
p.s. eruði búin að skrá dúdda í kór?
luv

6:06 PM  
Blogger Erna María said...

gaman að fá af ykkur fréttir. Hafðu það rosa gott á meðgöngunni.


Bestu kveðjur,
Erna María

p.s. Ægisgrundin biður líka að heilsa

6:13 PM  
Blogger Guðjón said...

Skilaðu endilega kveðju til íbúanna á Ægisgrund
Kristín

7:27 PM  
Blogger Bidda said...

Þú ert sæt og fín með kúluna, svo gaman að fá að fylgjast með. Hafið það sem allra best.

11:27 PM  
Blogger Magga said...

Bumban þín er falleg og fín! :)

6:17 PM  
Blogger Anna said...

Mér finnst Dúddi nú ekki hafa stækkað siðan ég sá hann síðast, en örvæntið eigi, ég er allveg að koma með pulsur og lakkrís handa honum, svo hann verði stór og sterkur.

(nema að Dúddi sé stelpa notla)

7:45 PM  
Blogger Birna Kristín said...

Frábært að geta fylgst með ykkur þarna í útlandinu. Vonandi mun meðgangan halda áfram að ganga svona vel.

Kær kveðja,
Birna

1:14 AM  
Blogger augnpot said...

Mér finnst þú alveg gullfalleg svona ófrísk Kristín mín. Þú og Rut eruð báðar svona sætar óléttar fraukur... ólíkt einni sem bjó við hliðiná mér sem varð eins og loftbelgur. Úff ég get varla hugsað um það án þess að svitna. Pant vera svona sæt eins og þið - eftir nokkur ár þ.e.a.s. - nenni ekki svona strax. En þú ert ofsasæt!

4:28 PM  
Blogger Hilla said...

Þú blómastrar það er allveg augljóst!

Hlakka til að sjá ykkur í desember

6:21 PM  
Blogger Unknown said...

jordan shoes
adidas yeezy
vibram five fingers
nike shoes for women
mulberry handbags
football pas cher
coach outlet online
canada goose jackets
tods outlet
jordan shoes

8:47 AM  
Blogger Unknown said...

0822jejeLes ophtalmologistes, asics gel lyte v volcano prix même ceux qui exercent déjà leur profession, sont mis au courant des air jordan son of mars homme recherches récentes et avancées sur le remède basket nike flyknit pas cher des maladies oculaires de leurs clients. Les couleurs air max femmes 2017 nike de cette chaussure comprennent: Blanc / Noir / asics gel lyte noir pas cher Sport Rouge, Noir / Aubergine / Argent / Noir et asics cuir homme Noir / Argent / Photo Bleu / Noir. chaussure nike homme 2017 air max La consistance supposée ne fonctionne pas et réduit le acheter nike roshe run homme nettoyage.

8:34 AM  

Post a Comment

<< Home