HTML visitor Tracker

Sunday, November 12, 2006

Fór á fyrsta fæðingar- og foreldranámskeiðið um daginn, þemað var Ný fjölskylda, nýtt líf eða eitthvað svoleiðis. Við vorum þrjár mættar þarna með ljósmóðurinni, þetta var svona létt spjall um hvernig þetta yrði nú allt saman þegar nýji einstaklingurinn væri kominn í heiminn og hvernig við værum búin að sjá þetta fyrir okkur.
Hafði ekkert voðalega mikið til málanna að leggja, sérstaklega þar sem önnur ljósmóðirinn sem ég er með og hafði ekki hitt áður er sænsk og talar bara sænsku, ég kann ekkert sænsku en hinar virtust skilja hana mjög vel, halló! það er nóg að vera að strögglast við það að reyna að skilja þessa Dani. Það gæti s.s. orðið þannig að þessi sænska taki á móti Dúdda, það verður spennandi að sjá hvernig samskiptin verða:) Ætla nú samt ekkert að hafa áhyggjur af því núna.

Fórum í Fields í gær og á leiðinni heim stóð enginn upp fyrir mér í metróinu ég var ógó móðguð, héldu bara allir að ég væri búin að borða of mikið af flødeboller eða hvað?, þetta fólk ætti bara að skammast sín!! ;)


Heyrumst
Kristín

6 Comments:

Blogger �engill said...

Frábært. Hlakka til að sjá ykkur.

7:29 PM  
Blogger Telma said...

Varðandi samskiptin við ljósuna, ég gat ekkert tjáð mig mikið við mínar ljósmæður (þær voru 4, alltaf að koma ný og ný) - ég fór bara inn í minn eigin heim og Kalli þurfti að tala hehe. Náði að segja ég þarf að æla, ég vil fara í baðið, ég er svo þreytt og ég þarf að rembast. Lærðu þessu hugtök;) Hlakka til að sjá ykkur!

2:42 AM  
Blogger augnpot said...

Ætli hún verði ekki æpandi "jette brå, jette brå Kristin". Bara að vera með mig á línunni sko... Ég var nú sænsk á einu fylleríi fyrir nokkrum árum!

1:59 PM  
Blogger Ýrr said...

jätte spännande! :)
Ég skal bara koma og þýða fyrir þig Kristín mín!

2:48 PM  
Blogger yanmaneee said...

stone island
pandora jewelry
retro jordans
lebron 18
pandora jewelry official site
yeezy boost 350 v2
adidsas yeezy
curry 5 shoes
supreme clothing
yeezy

4:08 PM  
Anonymous oversized king bedspread said...

Fórum í Fields í gær og á leiðinni heim stóð enginn upp fyrir mér í metróinu ég var ógó móðguð, héldu bara allir að ég væri búin að borða of mikið af flødeboller eða hvað?, þetta fólk ætti bara að skammast sín!! ;)
king size bedspreads on sale
king bedspreads not comforters

11:08 AM  

Post a Comment

<< Home