HTML visitor Tracker

Saturday, May 26, 2007

Dönsk skal hún verða...

Nú er Kristín komin í gírinn hvað varðar lærdóminn og ég er orðinn full-time dad. Það er bara ekkert öðruvísi. Við Emilía Ólöf vöknum ævinlega saman kl. 7 -8 á morgnana og förum að leika okkur, síðan fer Emilía út á svalir og sefur til rúmlega 1. Eftir það hefst yfirleitt leikfimi hjá Emilíu þar sem hún æfir sig t.a.m. í hálsinum og höndum og fótum. Einnig er svo komið að hún hefur reynt að velta sér á leikteppinu sínu og virðist ekki langt í að það muni takast. Síðan fer Emilía í oftar en ekki langar göngur með mér.

Á einni af okkar göngum var farið til kirkjunnar í Valby, sem heitir eftir Jóhannesi skírara og var nafn Emilíu opinberlega skráð í danskar bækur. Hér með tel ég að hún verði meðhöndluð sem danskur þegn og ekki bara það heldur sem meðlimur í den Danske Folkekirke.

Það urðu undur og stórmerki í gærkvöldi, þegar Emilía náði þeim merka áfanga að geta sofnað óstudd. Við foreldrarnir höfðum verslað okkur bók sem fjallar um leiðir til að svæfa þessi litlu kríli án mikils gráturs og gnístan tanna. Hér er um að ræða 6 skrefa kerfi til þess arna og teljum við okkur vera á 1. til 2. skrefi. Þetta virðist því vera að bera einhvern árangur.

En myndir koma hér:


Bolla í blúndufötum

Mamma sæta og Emilía sæta

Hann pabbi og Emilía

Hálf misheppnuð fjölskyldumynd en betri helmingurinn sést þó vel ;o)

Emilía er góð fyrirsæta

Alltaf kampakát

...og mjög stutt í grínið

Hissa

Pabbi minn er lang lang sterkastur

20 Comments:

Blogger Ágústa said...

Rosalega gaman að sjá fleiri myndir ... hún verður bara sífellt sætari prinsessan. Þið eruð alveg einkar myndarleg fjölskylda get ekki beðið eftir að hitta ykkur í sumar.
kv. águsta

5:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Emilía Ólöf. Þú hefur aldeilis
stækkað, myndirnar rosa fínar. Hlökkum til að sjá ykkur öll. Kv. amma, afi og Magnús frændi.

10:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá myndir af ykkur öllum. Það er ekki að sjá annað en að Emilía þrýfist vel í danaveldinu. Hlakka til að sjá ykkur í sumar.
kv. magga frænka

12:50 PM  
Blogger augnpot said...

Sæta fólk.

1:06 PM  
Blogger Tóta said...

ji hún er aldeilis orðin stór! Ég vona að ég fái að hitta ykkur í sumar, verð nú að fá að heilsa upp á prinsessuna áður en hún fermist ;)

1:31 PM  
Blogger Harpa Hrund said...

Skemmtilegar myndir, hún er ótrúlega sæt hún Emilía :d

3:47 AM  
Blogger Unknown said...

Jei!
Alltaf gaman að sjá nýjar myndir og lesa fréttir :)

12:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Emilia Olof min,
Mikid er afskaplega gaman ad sja myndir af ther, eg sakna thin svooo mikid. Vonandi attu eftir ad eiga gott sumar a Islandi og vid vonandi sjaumst i haust.
knus og kossar til thin, mommu og pabba
Agusta fraenka i Manchester

1:49 PM  
Blogger Þórhildur Hagalín said...

jei fleiri myndir! stúlkan er ordin ótrúlega stór og alltaf jafn saet.
kiss kiss

10:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já það getur örugglega komið sér vel í framtíðinni að vera danskur þegn... Fínt að fæðast í svona fjölskylduvænu landi með svona fínt skólakefi ;)... en annars sýnist mér daman dafna vel..

kveðja Ásdís

9:34 PM  
Blogger Sigurást Heiða said...

Æðislegt að heyra hvað gengur vel hjá ykkur og myndirnar eru algjört æði. Ég væri reyndar alveg til í að fá að vita hvaða bók þið eruð að lesa um svefninn. Við erum dáldid að vesenast með það ennþá :s Allllaavegganna, heyrumst og sjáumst vonandi í sumar. Bestu kveðjur.

11:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hún er algjör engill, enda ekki langt að sækja bæði fríðleika og gott skap (þekki reyndar ekki pabbann mjög vel, en samt). Vonandi sjáum við ykkur þegar við komum til köben núna í júní.
Kossar og knús, Gugga og Siggi á Hól

3:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ, svakalega er stelpan ykkar fín og sæt.

(Gott hjá ykkur að taka strax á svefninum, við gerðum það líka strax og sjáum sko ekki eftir því ;-) )

Kv. frá RVK Halldór Valur, Ásta og Inga Halla

12:15 AM  
Blogger Ragga said...

Gaman að sjá myndir af litlu myndarlegu dömunni. Lngar endilega að hitta ykkur bráðum þ.e.a.s ef þú getur eitthvað litið upp úr bókunum þessa dagana. kiss og knús.

10:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju med 4 manada afmaelid litla skvisa
knus fra fraenku i Manchester

11:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið stækkara hún hratt og er allgjör rúsína. Hlakka til að hitta hana í eigin persónu!

12:43 PM  
Blogger Þórhildur Hagalín said...

er ekki til neitt internet á íslandi eda hvad? mér finnst alla vega löngu kominn tími á nýjar myndir!
kiss kiss

11:33 AM  
Blogger xjd7410@gmail.com said...

christian louboutin shoes
michael kors outlet
oakley vault
retro 11
hollister clothing
celine outlet
marc jacobs handbags
air max 90
longchamp le pliage
louis vuitton handbags
michael kors outlet clearance
cheap oakley sunglasses
coach factory outlet
ray ban sunglasses uk
louis vuitton purses
copy watches
kate spade handbags
toms outlet
ralph lauren outlet
jordan retro 13
rolex watches
coach factory outlet
chenyingying2016720

12:35 PM  
Blogger Unknown said...

www0705

pandora charms
mulberry handbags
michael kors outlet
air more uptempo
polo ralph lauren
christian louboutin outlet
ugg outlet
uggs outlet
ferragamo shoes
polo outlet

7:45 AM  
Blogger Unknown said...

0822jejeDickie acheter nike pas cher avis et Williamson ont fondé leur entreprise en 1922 à basket homme nike tn requin Bryan, au Texas. Le type nike air jordan homme cdiscount de tranche supérieure, offre un air jordan 11 blanc et noir excellent soutien pour la cheville et basket tn nike femme est en fait une déclaration comprar tnis nike dynamo free infantil de mode à prendre en compte. nike air max 90 youth gs chaussures noir gris Certains ophtalmologistes désirent apprendre et pratiquer asics femme nimbus la chirurgie oculaire au Texas basket nike presto homme LASIK, la neuroophtalmologie ou la pathologie ophtalmique. asics femme avis

8:36 AM  

Post a Comment

<< Home