þá erum við komin til baka til Danmerkur eftir alveg yndislegt páskafrí, við lengdum ferðina um þrjá daga og náðum við því að hitta fleira fólk. Við vorum mest allan tímann á Eyrarbakka og Selfossi en eina helgi í bænum. Litla Emilía Ólöf fílaði sig bara vel hjá ömmum sínum og öfum, langöfum og langömmum og hlakkar voða mikið að koma aftur til Íslands.
Emilía Ólöf var í skírnarkjól sem er yfir 100 ára gamall. Langamma mín fékk hann og skírði sín börn í honum og amma mín skírði pabba og bræður hans í honum, frekar svalt.
Emilía Ólöf fékk uglydog eða ljótahund frá Andý, strax orðinn uppáhalds
Nafni og nafna ofsalega stolt með nafnbótina
Mín var sett í hvítan tjullkjól fyrir skírnina og svo í veislunni, maður þarf að eiga marga kjóla við svona hátíðleg tækifæri. Hér er Emilía með ömmu sinni.
Ein páskaleg af okkur mæðgunum að lokum
Emilía Ólöf var í skírnarkjól sem er yfir 100 ára gamall. Langamma mín fékk hann og skírði sín börn í honum og amma mín skírði pabba og bræður hans í honum, frekar svalt.
Emilía Ólöf fékk uglydog eða ljótahund frá Andý, strax orðinn uppáhalds
Nafni og nafna ofsalega stolt með nafnbótina
Mín var sett í hvítan tjullkjól fyrir skírnina og svo í veislunni, maður þarf að eiga marga kjóla við svona hátíðleg tækifæri. Hér er Emilía með ömmu sinni.
Ein páskaleg af okkur mæðgunum að lokum
9 Comments:
jii en saetar myndir! rosa var gaman ad vera med ykkur á íslandi um páskana... hlakka strax til í sumar
Falleg mynd af ykkur þessi neðsta! Og allar bara. Og fínt nafn. Það er sko alveg hægt að verða forsætisráðherra með svona nafn :)
Innilega til hamingju með nafnið þitt litla Emelía Ólöf, fallegt nafn á fallega stúlku. Og Ólöf, til hamingju með nöfnu þína. Við fáum vonandi að sjá ykkur þegr við heimsækjum fjölskylduna á Vermelands í næstu viku.
Kveðja frá Guggu Og Sigga á Hól
hæhæ.
takk fyrir helgina. það var virkilega gaman að hitta ykkur öll og þá sérstaklega hana Emilíu Ólöfu, hún er algjör draumur og verður án efa mikilmenni;)
sjáumst í sumar.
kv.hera
gaman að sjá myndir frá deginum góða... bara næstum eins og að hafa verið á staðnum :)
sú litla er greinilega alsæl með fallega nafnið sitt.
luv,
rut
Mikið voðalega þarf ég að fara að hitta þetta barn.
Jeminn einasti hvað hún er gullfalleg hún Emilía Ólöf og flottar myndir af henni.
Foreldrar, þið megi svo sannarlega vera montin af henni :-)
Kveðja, Unnur.
Til hamingju með nafnið, gullfallegt á fallegri stúlku.
Hafið það sem best, sjáumst vonandi í sumar.
Bestu kveðjur,
Erna María
Skemmtilegar myndir! Sérstaklega sæt þessi neðsta af ykkur mæðgunum.
Til hamingju með nafnið á snótinni, fallegt nafn á fallegri stúlku.
Bk, Birna
Post a Comment
<< Home