HTML visitor Tracker

Friday, April 20, 2007

Ég fór með Emilíu Ólöfu í vigtun í gær, hjúkrunarkonurnar hafa opið hús fyrir foreldra sem geta komið og láta kíkja á ungana sína og beðið um ráð og svoleiðis. Emilía er búin að vera svolítill kjáni á brjósti, strax þegar flæðið minnkar í brjóstunum þá pirrast hún því hún þarf að hafa fyrir því að sjúga, hjúkrunarkonan sagði mér að drekka þrjá lítra af vökva á dag, sem ég er að reyna að gera.
En daman er búin að þyngjast um 610 gr frá 28. mars sem er mjög gott og við erum ánægð, þyngdaraukningin og allar hormónabólurnar sem hún er að fá núna ættu því að benda til þess að hún er að fá nóg.
En það er allt að gerast hjá Emilíu, þegar hún er sett á leikteppið nær hún að snúa sér næstum heilan hring með því að velta sér á hliðina aftur og aftur og þannig mjaka sér áfram. Var ekkert smá stolt móðir þegar ég tók eftir þessu. Svo er hún voða dugleg að spjalla við mömmu sína og pabba um hitt og þetta.

Hér eru feðginin að sturta sig saman, Emilía er algjör hetjaí sturtu og grætur ekki neitt.



Emilía Ólöf sæta

5 Comments:

Blogger Þórhildur Hagalín said...

vá hvad hún er dugleg í sturtu! algjör hetja. kiss kiss

4:39 PM  
Blogger Unknown said...

Ég hitti afar stolta móðursystur fyrir utan Vesturbæjarlaugina um daginn. Hún var alveg að springa af ánægju með nöfnu sína. Enda ekki furða! :)

12:33 PM  
Blogger Erna María said...

jhi hvað hún er sæt, hlakka svo mikið til að sjá hana, hvenær sem það verður, en það er mjög gaman að geta fylgst með henni og ykkur hérna í gegnum netið :)

3:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

vá hvað hún er sææææt, ég get ekki beðið eftir að fá að kyssa hana og knúsa... ástarkveðjur til köben

9:53 PM  
Blogger Unknown said...

giuseppe zanotti sneakers
canada goose jackets
michael kors outlet
bottega
adidas outlet online
ecco outlet
canada goose outlet
ugg boots clearance
pandora jewelry
christian louboutin shoes

8:46 AM  

Post a Comment

<< Home