HTML visitor Tracker

Thursday, November 30, 2006

Þá er ég komin aftur til Danmerkur eftir ánægjulega og fræðandi Íslandsför, nú taka bara við flutningar og fullt af lærdómi sem hefur hlaðist upp, s.s nóg að gera næstu vikur.
Við fáum íbúðina á föstudaginn og flytjum á sunnudaginn, get ekki beðið!! Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sakna verkamannanna sem hafa verið fyrir utan gluggann minn í meira en ár og hafa vakið mig með vélarhljóðum allt of snemma flesta morgna en ég á eftir að sakna sæta hverfisins með öllum litlu búðunum og kaffihúsunum þar sem er stutt í allt.

En nú er ég byrjuð á 33. viku og finnst mér tíminn líða bara frekar hratt, tæplega tveir mánuðir eftir. Bumban stækkar og stækkar og eru hreyfingarnar alltaf að verða kraftmeiri, ég get fundið móta fyrir litlum löppum sparka í hægri hliðina á mér og ég hef nýlega fundið hiksta inn í mallanum, frekar fyndið.
Helstu meðgöngukvillarnir þessa dagana er bjúgur og smá bakverkir en annars líður mér barasta mjög vel, gæti alveg verið verra.

Ég fór til ljósunnar í dag og gekk bara vel, hún þreifaði á mallanum og fann að dúddi er orðinn næstum 2 kg. Hún hlustaði á hjartsláttinn og var hann fínn.
Svo fór ég á smá námskeið/spjall um fæðinguna og var þar spjallað um allskonar deifingar og fleira. Einnig var spjallað um hversu mikilvægt það er að koma inn á fæðingadeildina með jákvætt hugarfar og hugsa fæðinguna sem ferli sem konan og maðurinn upplifa en ekki eitthvað sem þarf að drífa af á sem minnstum tíma með sem mestum verkjalyfjum. Góð pæling en samt erfitt að ímynda sér sitt hugarástand þegar kemur að sjálfri fæðingunni.

En nú er komið að stund sannleikans, við ætluðum að halda kyninu leyndu en svo þegar við fórum til Íslands þá langaði mig svo mikið að segja foreldrum mínum þannig við létum bara verða að því......þannig að dúddi er lítil STELPA!!!
Magga frænka á stelpu og hún búin að lána okkur barnaföt, svo uppljóstrunin er strax orðin praktísk.

Ég hef því miður ekki haft tíma til að setja inn mynd vegna anna en það verður von bráðar

Kveðja Kristín

6 Comments:

Blogger Tóta said...

Frábærar fréttir, til hamingju ;)

9:30 PM  
Blogger Þórhildur Hagalín said...

yndislegt ad vita - thótt ég hafi thar med tapad vedmálinu vid Ólöfu :) gangi ykkur vel í flutningum og med laerdóm!

11:42 AM  
Blogger pixy said...

það veldur mér mestum vandræðum að ég man ekki hvað ég veðjaði á, að öðru leyti en því að ég man að ég veðjaði á sitt hvort. Þannig að þegar ég vissi að Rut gekk með strák þá sagði ég "þá er kristín allavega með stelpu."

Þannig að ég er allavega með smá rétt.

En það skiptir auðvitað ekki öllu máli... hlakka bara til að sjá stúlkuna - og múlla auðvitað líka.

1:30 PM  
Blogger Ágústa said...

til hamingju elsku guðjón og kristín. ÉG vann veðmálið stúlkur mínar, konan sem man man vel að þórhildur sagði tveir strákar, ólöf tvær stelpur og herdís sagði rut stelpa kristín strákur!!!! svo ég vænti verðlauna um jólaleytið.
gangi þér allt í haginn elsku stína mín sjáumst vonandi sem fyrst, kossar

4:38 PM  
Blogger Unknown said...

0822jejeN'importe nike air jordan 3 femme rouge grislanc qui aime se déguiser et se délecter d'une réunion passionnante. casquette nike air jordan Ensuite, ces chaussures sont économiques que chaussure nike homme promotion Nike Shox Monster SI vous chaussures nike air max 97 enfant pouvez obtenir plusieurs paires. Ils portaient nike internationalist femme rue du commerce un mélange de chapeaux qui ne asics go sport running convenaient pas aux conditions auxquelles ils étaient confrontés.

8:38 AM  
Blogger yanmaneee said...

jordan shoes
jordan shoes
ferragamo belts
michael kors factory outlet
nmd
christian louboutin outlet
longchamp handbags
converse outlet
nike basketball shoes
nfl jerseys

10:51 AM  

Post a Comment

<< Home