HTML visitor Tracker

Saturday, December 30, 2006

Fyrstu jólin okkar ein saman voru alveg yndisleg hérna á Sólbakken, maturinn heppnaðist vel og var barast næstum því eins og hjá mömmu og pabba, (þökk sé skype þá áttu þau sinn þátt í eldamennskunni). Íslensk jólamessa hljómaði undir borðhaldinu þannig að þetta var voðalega íslenskt allt saman. Pakkarnir og jólakortin voru svo opnuð í rólegheitum og svo var bara slappað af yfir jólamynd í sjónvarpinu:)
Vil þakka öllum sem sendu okkur jólakort, þau hlýjuðu okkur um hjartarætur:)

Hér er mynd af litla sæta jólatrénu okkar



Takið eftir heimagerðu jólastjörnunni, neyðin kennir naktri konu að spinna segir ég nú bara.

Hér erum við skötuhjúin að fara að gæða okkur á hamborgarahryggnum.

Það er nú ekkert djók að vera óléttur og jólasaddur í þokkabót, maður verður heldur þungur á sér.

Við fórum svo á jóladag í Íslendingamessu og í mat til Ingva, Röggu og Sindra, svo á annan í jólum fórum við í Íslendingajólahlaðborð hér á kollegíinu þar sem við náðum að kynnast alveg fullt af Íslendingu sem búa hérna ásamt því að borða dýrindis hangikjöt. Þannig að þetta voru prýðis jól hjá okkur hérna í Danaveldi.

Annars fara dagarnir núna helst í lestur fyrir próf sem taka við fljótlega eftir áramót. Gengur bara ágætlega. Ætlum að vera hjá Röggu og Ingva yfir áramótin, sem verður eflaust notalegt og rólegt, allaveganna hjá mér.

En það sem er að frétta af óléttunni er að ég er komin á 37.viku sem er alveg ótrúlegt, finnst þetta líða svo hratt, get ekki beðið eftir að vera búin með þessi próf þannig að ég geti farið að undirbúa komu litlu skvísunnar. Bjúgurinn og þreyta eru helstu meðgöngukvillanir þessa dagana en kannski ekkert óeðlilegt á þessum tímapunkti. Svo reyni ég að komast hjá bakverkjum með því að labba ekki eins og kóngamörgæs sem er lúmskt erfitt.

Hér er ég svo á 37.viku

Það segja allir að ég sé með svo netta kúlu, kannski virðist það þannig af því að brjóstin á mér eru næstum eins stór og kúlan he he

Við óskum öllum farsæls nýs árs!!

Kveðja Kristín og Guðjón

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár, elsku Gaui, Kristín og Dúdda litla. Gangi þér svo rosavel að læra, Kristín, og ykkur í hreiðurgerðinni. Spennandi tímar framundan! :) Knús frá okkur :*

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Það er gott að heyra að jólin í Danaveldi voru góð!

10:04 AM  
Blogger Ýrr said...

Ótrúlega myndarleg!
Bæði bumban og í eldamennskunni, ég er svo stolt af ykkur!

Ég er annars sjálf að reyna að vagga ekki um og ganga frekar eðlilega. Gengur upp og ofan ;)

Gleðilegt árið, 2007 verður spennandi ár!

1:58 PM  
Blogger augnpot said...

Mér finnst mallinn þinn bara mjög krúttlegur og nettur. Þú ert líka svo hávaxin að þú berð þetta vel. Gleðileg jól annars - jólakortið sem þið áttuð að fá er ennþá hérna á leifsgötunni... úpsí!
P.s. þú ert búin að fá póst frá kaupmannahafnarháskóla sem ég er á leiðinni að koma til systur þinnar.

4:33 PM  
Blogger Sigurást Heiða said...

Gleðilega hátíð elskurnar. Gaman að heyra hvað allt gengur vel :) Svakalega líður tíminn hratt, bara strax komin á 37 viku. Njóttu tímans vel og reyndu eftir mesta megni að hvíla þig milli lærdómshviðanna, ekki veitir af að byggja upp orku fyrir komandi kraftaverk. þetta voru allaveganna bestu ráð sem ég fékk :) Þetta eru sannarlega yndislegir tímar. Knús og kossar Sigurást og litla prinsessan

1:21 AM  
Blogger Þórhildur Hagalín said...

elsku Kristín, Gudjón og dúdda litla gaman ad lesa ad jólin ykkar hafi verid svona yndisleg - ég hugsadi mikid til ykkar. Óska ykkur eintómrar hamingju á árinu. ást og kossar,
thórhildur

6:32 PM  
Blogger Ásdís said...

gangi ykkur vel með allt saman... kv Ásdís

5:45 PM  
Blogger Unknown said...

www0705

harry winston jewelry
longchamp solde
nhl jerseys
heat jerseys
football shirts
michael kors outlet
coach outlet online
fitflops sale
jimmy choo sunglasses
polo ralph lauren

7:44 AM  
Blogger Unknown said...

0822jejeDickie acheter nike pas cher avis et Williamson ont fondé leur entreprise en 1922 à basket homme nike tn requin Bryan, au Texas. Le type nike air jordan homme cdiscount de tranche supérieure, offre un air jordan 11 blanc et noir excellent soutien pour la cheville et basket tn nike femme est en fait une déclaration comprar tnis nike dynamo free infantil de mode à prendre en compte. nike air max 90 youth gs chaussures noir gris Certains ophtalmologistes désirent apprendre et pratiquer asics femme nimbus la chirurgie oculaire au Texas basket nike presto homme LASIK, la neuroophtalmologie ou la pathologie ophtalmique. asics femme avis

8:36 AM  
Blogger zzyytt said...

nfl jerseys
golden goose
yeezy boost
michael kors outlet
goyard tote
lebron 16
jordan shoes
red bottom shoes
air max
vans store

9:00 AM  

Post a Comment

<< Home