Nýja rúmið okkar
Hér eru nokkrar myndir af íbúðinni. Við erum svona nokkurn veginn búin að koma okkur fyrir, vantar bara að hengja upp myndir og snaga og þess háttar. Þvílíkur munur að vera komin með stærra eldhús, ég er líka að njóta þess, búin að baka tvær sortir fyrir jólin og allt.
Við erum núna á fullu í próflestri en Guðjóns samt meira en ég, hann er í prófi í dag og svo 21. en ég eftir áramót. Við ætlum að slappa af eftir 21. og undirbúa fyrir jólin og njóta þess að vera í fríi.
Fór til læknis um daginn, það var bara þetta vanalega, kíkt á blóðþrýsting, þvag og þreifað á bumbunni, allt virtist vera í lagi og dafnar hún vel. Er farin að finna fyrir því að plássið er eitthvað að verða að skornum skammti þarna inni, miðað við þær kraftmiklu hreyfingar sem ég finn upp í rifbein, kemst ekkert upp með það að vera hokin.
Jæja læt heyra betur í mér seinna
kiss og knús Kristín
2 Comments:
Þú lítur mjög vel út Kristín. Eins og blóm í eggi - hvað sem það þýðir nú annars. Æði fyrir ykkur að fá meira pláss enda varla hægt að skipta um skoðun í hinni íbúðinni.
Þú fékkst póst frá háskólanum í köben í gær. Ég kem honum til Ólafar. Bið að heilsa daddy-ó Guðjón-ó.
Hej hej
moncler
hermes birkin
supreme clothing
pandora charms
kd 12 shoes
jordan 13
jordans
moncler
air jordan 1
supreme clothing
Post a Comment
<< Home