Þið verðið að afsaka bloggleysið hjá okkur en allur tíminn hefur farið í að kynnast litla englinum okkar.
Margt hefur gerst á síðustu tveimur vikunum, hjúkrunarkonan kom um daginn og féll alveg fyrir henni, sú litla var búin að þyngjast um 240 gr sem er mjög fínt. Allt var í lagi og skrifaði hún hjá sér að hún væri dejlig velskabet pige, ekki slæmt.
Mamma og pabbi komu í heimsókn um helgina og gátu varla tekið augun af henni, tóku endalaust mikið af myndum og nutu þess í botn að vera orðin amma og afi. Svo koma móðursystur litlu í mars og foreldrar Guðjóns þannig að litla á eftir að kynnast mörgum á næstunni.
Hér eru nokkar myndir frá síðustu viku.
Margt hefur gerst á síðustu tveimur vikunum, hjúkrunarkonan kom um daginn og féll alveg fyrir henni, sú litla var búin að þyngjast um 240 gr sem er mjög fínt. Allt var í lagi og skrifaði hún hjá sér að hún væri dejlig velskabet pige, ekki slæmt.
Mamma og pabbi komu í heimsókn um helgina og gátu varla tekið augun af henni, tóku endalaust mikið af myndum og nutu þess í botn að vera orðin amma og afi. Svo koma móðursystur litlu í mars og foreldrar Guðjóns þannig að litla á eftir að kynnast mörgum á næstunni.
Hér eru nokkar myndir frá síðustu viku.
19 Comments:
Snug as a bug in a rug dettur mér nú bara í hug þegar ég sé hana þarna í vöggunni. Hún er mjög bjútífúl litla stelpan og hefur breyst svakalega mikið síðan fyrstu myndir komu. Ótrúlegt hvað þessi kríli þroskast hratt. Risakoss á ykkur öll og hlakka til að hitta le kleine. Ætla að reyna að koma á sama tíma og Ólöf í heimsókn!
Blitzzz
Mikið er hún myndarleg..
Innilega til hamingju með litla gullmolann!
kv Dagbjört og co
Oh hun er svo saet, takk fyrir myndirnar og eg er svo spennt ad kynnast henni personulega.
knus fra Manchester
*bráðn*
Ohh hún er æðisleg, finn næstum ungbarnalyktina af henni bara með því að horfa á myndirnar... plís verið dugleg að setja inn myndir af henni það er svo gaman að skoða svona augakonfekt;)
Knús á ykkur ...
Ohh augnakonfekt átti þetta að vera!
Vá hvað hún er myndaleg. Hlakka til að kynnast henni og knúsa. kem fljótlega til ykkar. Knús og kossar.
Thessi stúlka er trúlí algjör engill og ég er henni innilega thakklát fyrir ad hafa verid gladvakandi í heimsóknunum bádum um tharsídustu helgi - alveg eins og pantad!
kossar til ykkar allra
Við óskum ykkur innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Hún er alveg óskaplega myndarleg og svo mannaleg. Get nú trúað að amma og afi séu alveg í skýjunum:-)Bestu kveðjur til ykkar og gangi ykkur vel. Auður og Fjölsk. Eyrarbakka
Mikið er hún sæt litla daman!
Ég hef held ég aldrei séð eins lítið krumpað ungabarn. Ótrúlega falleg.
Innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna ykkar!! Verið svo dugleg að setja inn myndir af henni svo maður geti fylgst aðeins með ;-)
Kveðja, Unnur Sigmars.
hún er yndisleg :-D
Allt í einu finnst mér hún allveg eins og Kristín, þarna á neðstu myndinni.
sammála sídasta raedumanni!
hún er alveg naudalík henni módur sinni á nedstu myndinni - gullfalleg :)
Til hamingju með litlu prinsessuna, hun er æðisleg !!!!!
Sæta sæta. En fær maður ekki að fá að vita nafnið á prinsessuna???
Hafið það sem allra best
kveðja frá Wales
Algjör krúsídúlla. Hlakka til að sjá hana og ykkur öll.
kossar og knús, LB
Post a Comment
<< Home