HTML visitor Tracker

Monday, February 12, 2007

Fjölskyldan komin heim...

Þá erum við öll þrjú komin heim á Sólbakka. Komum heim á föstudaginn og má glöggt sjá að við erum heldur löt við skriftir þessa dagana. Kristín þarf meiri hvíld þessa dagana þar sem mjólkin er komin í brjóstin og þá er bloggið að sjálfsögðu í mínum höndum en þá er minni tíðni á bloggfærslum hehe.

Við höfum fengið mikið af kveðjum og sendingum og viljum við þakka öllum kærlega fyrir hlýhuginn. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar að kíkja á litlu snúlluna.

Nú er það hins vegar næsta skref í ferlinu hennar litlu. Það þarf að skrá hana í kirkjusókn. Ég fór því inn á vefsíðu sem inniheldur lista yfir allar sóknir í Kaupmannahöfn og í ljós kom að okkar sókn heitir: Vestre Fængsel Kirke sogn. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fangelsiskirkja, en það er einmitt fangelsi hér við hliðina. Maður spyr sig því hvort þurfi að taka fingraförin hjá litlu svo hún komist inn í sóknina ;o)

Þá er komið að nýrri myndaseríu af þeirri litlu.

Fyrsta myndin af fjölskyldunni á spítalanumLitla skvísan sefur mikiðHenni finnst gott að láta knúsa sig stundum
Komin í gallann og tilbúin að fara út í fyrsta skipti
Nýbakaðar mæður. Heimasæturnar ásamt Rut og Úlfi litla

12 Comments:

Blogger augnpot said...

Skemmtilegar myndir!!! Æði að sjá ykkur Kriss og Rut að mömmóast. Ég og Ólöf erum hérna á skerinu enn að unglingast. Á föstudaginn síðasta fórum við í bíó á Dreamgirls og náðum svo í indverskan og horfðum á batchelor á Leifsgötunni. Sakna ykkar og hlakka til að hitta mömmudúóið með beib1 og beib2.

9:06 PM  
Blogger Birna Kristín said...

Mikið rosalega var gaman að hitta ykkur um helgina. Stúlkan litla var alveg eins gullfalleg eins við var að búast.

Gangi ykkur sem allra best!

Knús,
Birna

10:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá nýjar myndir, prinsessan er nú bara að líkjast Ömmu sinni( Oddnýju) og svo er hún líka mjög lík mömmu sinni. Vona að allt gangi rosalega vel. Vona að við hittum ykkur nú fljótlega. Kanski að þið komið heim í sumar? Við erum að stefna að því að flytja heim í kringum 15. maí

kveðja frá okkur í Wales

9:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með þessa gullfallegu stúlku, Guðjón og Kristín.
Gangi ykkur allt í haginn. Kveðjur frá Luxembourg, Jón Vignir, Elsa og Sváfnir Ingi www.hertoginn.com

9:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu sæta álfinn ykkar. Hún er alger skvísa! Gangi ykkur rosa vel með allt saman kæra fjölskylda:) Bestu kveðjur úr Hafnarfirðinum, Elfa, Inga og bumbubúinn:)

1:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Stúlkan ykkar er alveg yndisleg og maður sér ekki oft svona falleg nýfædd börn (nema kanski barnabörnin mín). Gaman að sjá ykkur vinkonurnar saman með litlu ungana ykkar og gott fyrir ykkur að hafa hvora aðra að leita til og til að tala saman um allt sem viðkemur barnauppeldi, sem annað fólk virðist ekki hafa eins mikinn áhuga á (skrítið).
Kossar og knús
Gugga og Guðný Ösp

1:36 PM  
Blogger Magga said...

Takk fyrir að sýna okkur litlu dömuna um helgina. Það var ekkert smá gaman að koma og sjá hana og nýju íbúðina í leiðinni! ...Já og auðvitað ykkur foreldrana líka. ;)

Skemmtilegt að þið skuluð vera í fangelsissókninni! Hahaha... Ég er svo fræg að hafa farið í kirkjuna/kapelluna í Vestre fængsel í skólaferð síðasta vetur. Presturinn sagði okkur að það væru oft mikil læti í messu svo ykkur á ekki eftir að leiðast þar! ;)

2:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bumbukveðjur frá Víðimel!!
Okkur hlakkar mikiði til að sjá ykkur öll í svona "live" útgáfu...hvenær sem það verður næst!

Knús og kossar, Ýrr (og Biggi)

8:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Oh hun er saetust i heimi:-) Eg get bara ekki haett ad brosa og get hreinlega ekki bedid eftir ad hitta litla engilinn.
knus til ykkar allra
Agusta stora fraenka

5:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna :) Hún er alger dúlla! og elsku litla prinsessa til hamingju með foreldrana :)
Kv. Sigrún Ósk frænka

4:04 PM  
Blogger Unknown said...

www0705

pandora charms
mulberry handbags
michael kors outlet
air more uptempo
polo ralph lauren
christian louboutin outlet
ugg outlet
uggs outlet
ferragamo shoes
polo outlet

7:45 AM  
Blogger Unknown said...

0822jejeLes ophtalmologistes, asics gel lyte v volcano prix même ceux qui exercent déjà leur profession, sont mis au courant des air jordan son of mars homme recherches récentes et avancées sur le remède basket nike flyknit pas cher des maladies oculaires de leurs clients. Les couleurs air max femmes 2017 nike de cette chaussure comprennent: Blanc / Noir / asics gel lyte noir pas cher Sport Rouge, Noir / Aubergine / Argent / Noir et asics cuir homme Noir / Argent / Photo Bleu / Noir. chaussure nike homme 2017 air max La consistance supposée ne fonctionne pas et réduit le acheter nike roshe run homme nettoyage.

8:34 AM  

Post a Comment

<< Home