HTML visitor Tracker

Friday, January 26, 2007

40+4
Settur tími bara kominn og farinn. Frekar undarleg tilfinning að vera búin að bíða eftir að þessi dagsetning renni upp svona lengi og svo líður tíminn bara og ekkert gerist.
Maður getur víst lítið gert í því en að bíða. Þessi bið er reyndar ágætis afslöppun fyrir mig, þó hún megi nú alveg fara að enda.
Við fórum til ljósmóður í gær, hún tjékkaði á skvísunni og er hún nú búin að skorða sig, allt röltið í vikunni hefur gert gott. Hún er orðin 14 merkur og um 50 cm og með góðan hjartslátt.
Við fengum tíma upp á spítala 1. febrúar ef ekkert hefur gerst og þá verður potað í belginn svona til að athuga hvað gellan er að pæla... ohh ég vona að hún vilji nú láta sjá sig fyrir þann tíma.
Þangað til reynum við bara að hafa það rólegt og undirbúa okkur andlega og líkamlega fyrir átökin.
Þangað til næst....
Kristín

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku verðandi foreldrar ég bíð spennt og kem oft á dag inn á síðuna að tékka á fréttum! En ekki binda neinar vonir við að það verði potað í belginn, það er ekki alltaf hægt, það átti að gera það hjá mér en var svo ekki hægt... og ég varð SVOOOOO svekkt.... Knús og kossar og rembingur þegar þar að kemur;)

12:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já það er skrýtin tilfinning að vera komin allt í einu fram yfir og ekkert gerist. Það verður bara enn skemmtilegra þegar kemur að þessu. Pot í belg virkaði ekki heldur hjá mér. En maður veit aldrei og kanski lætur hún sjá sig fljótlega. Stjörnur láta nú samt alltaf bíða eftir sér.
kveðja Halla, Valdi, Alexander stóri frændi og Viktor sem er enn yngstur

9:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kannast við þetta þar sem ég gekk viku fram yfir, það fyndnasta er að þegar þetta loksins kom þá kom mér þetta virkilega á óvart ;-) hehe :-)
Hafið það gott það sem eftir er af meðgöngunni og gangi ykkur vel þegar að því kemur að skvísan vill koma :-)

kveðja
Ásta, Halldór Valur og frk. ofvirk :-)

11:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sendi þér mikla á góða hríðarstrauma. Ég fylgist spennt med :) Myndi ekki gera ofmiklar vonir með belginn tad var potað 3x í mig ádur stelpan lét sjá sig (en virkaði í 3ja skiptið). Myndi reyna líka tessi hefbundnu húsráð ;), vonandi kemur barnid fyrr en seinna.
kveðja til ykkar allra,
HEÓ

12:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég kem hingað inn oft á dag að gá (ekki að ég treysti ekki velskipulagða símahringnum hennar ólafar) farið vel með ykkur skinnin mín. Hlakka ótrúlega til að sjá myndir af litlu prinsessunni von bráðar. ástarkveðjur.

1:52 PM  
Blogger pixy said...

Kristín, ef þú verður ekki búin að eiga þegar við komum til kaupmannahafnar, þá færðu ekkert pez!!!

Hlakka mest til að sjá þig og litlu stúlkuna enn blauta á bak við eyrun.

xxx Herdís

12:33 AM  
Blogger Ásdís said...

Það er greinilega gott að búa í maganum á þér Kristín mín ;)

2:24 AM  
Blogger Unknown said...

www0705

pandora charms
ralph lauren polo
kate spade outlet
air max 90
chloe outlet
uggs outlet
isabel marant outlet
coach outlet online
longchamp handbags
toms shoes

7:46 AM  

Post a Comment

<< Home