HTML visitor Tracker

Thursday, February 01, 2007

10 dagar

Við fórum upp á Hvidovre spítala í morgun, frekar erfitt að vakna fyrir hádegi, erum svo algjörlega búin að snúa sólarhringnum við.
Ég var sett í hjartsláttarrit til að fylgjast með hjartslætti barnsins og samdráttum, svo athugaði hún útvíkkun sem eru orðin 1 og hálfur cm...góðir hlutir gerast greinilega hægt.
Svo fékk ég nálastungur til að reyna að koma einhverju af stað.... hefur allaveganna ekki virkað ennþá....eigum að koma aftur á laugardaginn ef ekkert hefur gerst.
Svo verð ég sett af stað á mánudaginn ef ekkert hefur gerst þá...sú litla ætlar svo sannarlega að láta hafa fyrir sér.
Heyrumst
Kristín

33 Comments:

Blogger Agusta said...

Thetta er nu meira bidin...hlakka svo til ad heyra fra ykkur.
knus og saknadarkvedjur
Agusta

1:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Kristín, gaman að fá að filgjast með ykkur mæðgunum (ég ætti kanski ekki að nota þetta orð, minnir alltaf á mæðgurnar á Eyrarbakka) en samt. Sú litla ætlar bara að vera róleg og yfir veguð, eins og afi Þórarinn, og ákveður bara sjálf hvenær hún kemur í heiminn. Gangi ykkur vel, hlakka til að fá að sjá litlu dúlluna.
Kossar og knús
Gugga og Siggi

5:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

jeij, kannski fæ ég hana í afmælisgjöf...það væri nú gaman:-) vonadi líður þér sem best kidda mín. við erum að fara að hittast í kvöld stellugellurnar, hugsum hlýtt til ykkar, knús og kossar

7:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kíkjum reglulega hér inn (ókey, nokkrum sinnum á dag). Bíðum spennt eftir fréttum.

Knús,
Þórunn og Bjössi

12:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

maður er orðins svo spenntur að heyra fréttir af komu dúddu litlu :)

Gangi ykkur öllum vel!

Bestu kveðjur,
Erna María

4:57 PM  
Blogger Birna Kristín said...

Ég er búin að vera að fylgjast með og bíð svakalega spennt eftir fréttum.

11:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Við hugsum til ykkar og gangi ykkur vel. Við býðum eins og allir spennt eftir einhverjum fréttum.

kv. Sigga, Baldur og dömur

12:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja ætli þetta sé að gerast. Við erum orðin svo spennt að bíða eftir litlu dömunni. Henni líður greinilega mjög vel í bumbunni. Sendum hríðarstrauma til ykkar í DK
knús frá UK fjölskyldunni

1:23 PM  
Blogger augnpot said...

Bíði bíði! Kannski verður hún hyper þegar hún er loksins komin í heiminn!

6:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl elsku frænka,
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Gangi ykkur bara rosalega vel.
Kveðja Iðunn Ýr

9:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ:)
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna:) gangi ykkur sem best!:)
kv Oddný Ása:)

9:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu stúlkuna, gangi ykkur vel
kv. Magga frænka

9:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

ertu búin!?!?!?
ég er sko á fullu að reyna að ná í ólöfu og mömmu þína og pabba... alltaf á tali hjá þeim!

til hamingju mömmulingur og pabbalingur!!! ég hlakka svo mikið til að sjá litlu rúsínuna.

9:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Guðjón og Kristín til hamingju með stelpuna. Hlökkum til að sjá myndir. Vona að ykkur heilsist vel.
kveðja Halla, Valdi, Alexander og Viktor

11:01 PM  
Blogger Tóta said...

Elsku Krístín og Gaui, til hamingjum með stúlkuna. Vona að þið hafið það ofsa gott öll saman ;)
knús og kossar
Tóta og Matti

11:39 PM  
Blogger �engill said...

Til hamingju elsku Gaui og Kristín. Hlakka til að sjá ykkur þrjú. :)

1:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Kristín og Guðjón, til hamingju með litlu prinsessuna. Vona aðykkur heilsist öllum vel, hlakka til að sjá myndir af ykkur.
Kossar og knús frá Hól í Hafnarfirði.
Gugga, Siggi, Hrafnhildur og Guðný Ösp
ps. Elsku Ragnheiður og Þórarinn, yil hamingju með nýja titilinn (anna og afi), og Ólöf og Ágústa Margrét með að vera orðnar móðursystur

1:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með foreldrahlutverkið, þetta er æði;) Vona að þið hafði það rosa gott og vildi að þið væruð aðeins nær, mann langar svo að knúsast í ykkur! Hlakka mikið til að sjá litlu dúlluna og fá að vita tölur...Ólöf sendi sms um að hún væri komin í heiminn en klikkaði á tölunum...ohh þetta er æði;)

9:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Kristin og Gudjon,
Til hamingju aftur med litlu prinsessuna, thad var oendanlega yndislegt ad heyra i henni hjalid i gaerkvoldi. Gangi ykkur rosalega vel a naestu dogum og vid sjaumst vonandi sem fyrst.
knus og kossar fra Agustu og Andy

9:33 AM  
Blogger augnpot said...

Til hamingju með stelpuna. Hlakka til að fá meiri fréttir og myndir frá ykkars.
Blitzz

11:03 AM  
Blogger Jón Sigurður said...

Til hamingju með þá litlu!

11:36 AM  
Blogger Þórhildur Hagalín said...

Til hamingju med hnátuna elsku Kristín og Gudjón!! Hlakka til ad sjá ykkur um helgina :) Vona ad thid hafid thad gott.
p.s. moster ólöf klikkadi alveg á símahringnum ;)

11:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með prinsessuna. Þetta er æði :D

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju, elsku Gaui og Kristín! Gangi ykkur rosalega vel og við hlökkum til að sjá ykkur - sem fyrst! :)

1:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku besta systir og mágur. Innilega til hamingju með rauðhærðu snótina. Ég er búin að brosa og tárast til skiptis af stolti. Hlakka ekkert smá til að hitta ykkur. Ég var ekkert smá abbó út í ágústu systir í gær en hún er búin að heyra aðeins í henni litlu. Vá hvað ég á eftir að vera abbó út í Herdísi og Þórhildi en stelpur þið verðið að kyssa og knúsa hana frá mér. Moster byður að heilsa.

1:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já Tölur. Stúlkan var 14 merkur og 52 cm. fullkomin. Tíu tær og tíu fingur og rauðhærð eins og móðirsystir sína og pabbi...:

1:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

http://www.youtube.com/watch?v=K563Dnav3lw
Ef þið farið inn á þennan link þá getið þið séð litlu frænku
Þetta bindband er í boði Rutar (ég vona að henni sé sama að ég auglýsi þetta hér:))
Kv. Magga frænka

10:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ sæta fjölskylda,
Hún er ekkert smá falleg litla skvísan, bara innilega til hamingju með hana.
Kveðja Iðunn "frænka"

10:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ sæta fjölskylda,
Hún er ekkert smá falleg litla skvísan, bara innilega til hamingju með hana.
Kveðja Iðunn "frænka"

10:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með prinsessuna. Kíktum á myndbandið, ofsalega fín og sæt.
Vonum að allt gangi vel.
Kveðja
Elvar, Erla og Daníel Breki.

12:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ enn gaman að sjá myndbandið að litlu frænku.

Knús HVAV í UK

10:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ litla fjölskylda

Til hamingju með prinsessuna, hún er alveg gullfalleg og ofsalega mannaleg. Ólöf frænka sendi okkur sms og lét okkur vita að þú værir komin í heiminn.
Stórt knús frá okkur öllum
Halldór Valur, Ásta og Inga Halla

10:33 AM  
Blogger Unknown said...

www0705

pandora charms
ralph lauren polo
kate spade outlet
air max 90
chloe outlet
uggs outlet
isabel marant outlet
coach outlet online
longchamp handbags
toms shoes

7:46 AM  

Post a Comment

<< Home