Dönsk skal hún verða...
Nú er Kristín komin í gírinn hvað varðar lærdóminn og ég er orðinn full-time dad. Það er bara ekkert öðruvísi. Við Emilía Ólöf vöknum ævinlega saman kl. 7 -8 á morgnana og förum að leika okkur, síðan fer Emilía út á svalir og sefur til rúmlega 1. Eftir það hefst yfirleitt leikfimi hjá Emilíu þar sem hún æfir sig t.a.m. í hálsinum og höndum og fótum. Einnig er svo komið að hún hefur reynt að velta sér á leikteppinu sínu og virðist ekki langt í að það muni takast. Síðan fer Emilía í oftar en ekki langar göngur með mér.
Á einni af okkar göngum var farið til kirkjunnar í Valby, sem heitir eftir Jóhannesi skírara og var nafn Emilíu opinberlega skráð í danskar bækur. Hér með tel ég að hún verði meðhöndluð sem danskur þegn og ekki bara það heldur sem meðlimur í den Danske Folkekirke.
Það urðu undur og stórmerki í gærkvöldi, þegar Emilía náði þeim merka áfanga að geta sofnað óstudd. Við foreldrarnir höfðum verslað okkur bók sem fjallar um leiðir til að svæfa þessi litlu kríli án mikils gráturs og gnístan tanna. Hér er um að ræða 6 skrefa kerfi til þess arna og teljum við okkur vera á 1. til 2. skrefi. Þetta virðist því vera að bera einhvern árangur.
En myndir koma hér:
Bolla í blúndufötum
Mamma sæta og Emilía sæta
Hann pabbi og Emilía
Hálf misheppnuð fjölskyldumynd en betri helmingurinn sést þó vel ;o)
Emilía er góð fyrirsæta
Alltaf kampakát
...og mjög stutt í grínið
Hissa
Pabbi minn er lang lang sterkastur
Nú er Kristín komin í gírinn hvað varðar lærdóminn og ég er orðinn full-time dad. Það er bara ekkert öðruvísi. Við Emilía Ólöf vöknum ævinlega saman kl. 7 -8 á morgnana og förum að leika okkur, síðan fer Emilía út á svalir og sefur til rúmlega 1. Eftir það hefst yfirleitt leikfimi hjá Emilíu þar sem hún æfir sig t.a.m. í hálsinum og höndum og fótum. Einnig er svo komið að hún hefur reynt að velta sér á leikteppinu sínu og virðist ekki langt í að það muni takast. Síðan fer Emilía í oftar en ekki langar göngur með mér.
Á einni af okkar göngum var farið til kirkjunnar í Valby, sem heitir eftir Jóhannesi skírara og var nafn Emilíu opinberlega skráð í danskar bækur. Hér með tel ég að hún verði meðhöndluð sem danskur þegn og ekki bara það heldur sem meðlimur í den Danske Folkekirke.
Það urðu undur og stórmerki í gærkvöldi, þegar Emilía náði þeim merka áfanga að geta sofnað óstudd. Við foreldrarnir höfðum verslað okkur bók sem fjallar um leiðir til að svæfa þessi litlu kríli án mikils gráturs og gnístan tanna. Hér er um að ræða 6 skrefa kerfi til þess arna og teljum við okkur vera á 1. til 2. skrefi. Þetta virðist því vera að bera einhvern árangur.
En myndir koma hér:
Bolla í blúndufötum
Mamma sæta og Emilía sæta
Hann pabbi og Emilía
Hálf misheppnuð fjölskyldumynd en betri helmingurinn sést þó vel ;o)
Emilía er góð fyrirsæta
Alltaf kampakát
...og mjög stutt í grínið
Hissa
Pabbi minn er lang lang sterkastur