HTML visitor Tracker

Wednesday, October 24, 2007

Veikur mánuður...

Jæja, ekki er hægt að segja að októbermánuður hafi verið með þeim betri. Emilía byrjaði á vöggustofunni í byrjun mánaðarins og ekki leið á löngu þar til hún tók pestina sem var að ganga og sömuleiðis við foreldrarnir. Nú er Kristín með hita en við Emilía stigin á fætur svo að þessu fer vonandi að linna. Haustfríið fór allt út um þúfur þar sem hele familien var rúmliggjandi. Vonandi verður mannskapurinn þó allur til í tuskið þegar við leggjum í hann til Manchesterborgar í lok mánaðarins.

En nú er ég búinn að setja inn myndir frá því í september og nú í október, þess verður þó að geta að myndirnar frá í október eru teknar fyrir krankleikann hehe.

Emilía September 2007

Emilía Október 2007

Sunday, October 07, 2007

Nú er Emilía búin að vera á vöggustofunni í viku, og stóð sig rosalega vel. Fyrstu þrjá dagana vorum við bara stutt, bara klukkutíma í senn. Á fimmtudeginum þá fór ég í fyrsta sinn aðeins í burtu, í ca klst. og þegar ég kom til baka þá var hún úti og var voða afslöppuð.....þangað til að hún sá mig, þá varð hún vooða lítil í sér og byrjaði að gráta. Svo á föstudaginn fór ég heim og hún lék sér, borðaði smá og lagði sig í næstum einn og hálfan tíma, ekkert smá stórt skref, var reyndar frekar sár þegar ég kom tilbaka eins og hún hafi allt í einu fattað að ég færi farin þegar ég kom til baka, en þetta er víst bara eðlilegt svona fyrst. Mér fannst frekar skrýtið að labba heim og skilja hana eftir hjá ókunnugu fólki, en þetta venst bara og vonandi á henni eftir að líða vel þarna.
Leikskólakonurnar sögðu að hún myndi eflaust ná sér í kvef fljótlega eftir að hún byrjaði og viti menn sú litla er komin með hornös og kvef í augun, æi ég vorkenni henni svo, á erfitt með að drekka af brjóstinu og vaknaði oft í nótt því hún var alltaf að missa snuðið. Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem hún er eitthvað veik. Það er gott að hjúkrunarkonan er að koma á morgun og þá getum við fengið einhver ráð.
Þannig að þar er spennandi vika framundan...þangað til næst
heyrumst
Kristín

Monday, October 01, 2007

jæja mikið var að ég lét heyra í mér, vonandi hafa ekki allir gefist upp á þessari síðu. Ætlum að reyna að vera duglegri að skrifa.
Ég mátti til með að setja inn nokkrar línur núna því það var stór dagur hjá Emilíu Ólöfu í dag hún fór í fyrsta sinn á vöggustofuna í morgun, þvílíkt tímamót hjá henni og okkur. Við vorum bara stutt, um klukkutíma. Emilía hitti hin börnin en hún er yngst á sinni deild, sem heitir lirfudeildin, Emilía er með sér skáp merktum sér og með mynd af lirfu, voða sætt. Hún var ekkert skelkuð yfir þessu öllu saman, fór bara strax að leika og fannst þetta bara gaman svo kemur það í ljós hvernig gengur með matartímann og svefntímann. Við mætum á sama tíma í fyrramálið og verðum þá kannski aðeins lengur, svona mjakast þetta smá saman. Þetta verður s.s. spennandi vika hjá henni Emilíu.
Ég er að reyna að venja hana af brjóstinu en það er víst ennþá í uppáhaldi, þó henni finnst grauturinn alveg góður líka, hef verið að gefa henni brauðbita og eitthvað smálegt til að tína upp í sig en mest af því endar á gólfinu. Hún virðist samt vera viljugri til að borða þegar pabbi hennar gefur henni , eflaust vegna þess að brjóstin mín freista hennar ekki þar.

Annar gengur lífið bara sinn vanagang hérna á sólbakken, haustið alveg greinilega gengið í garð og varla þverfóta fyrir föllnum laufblöðum á göngustígunum, hef það á tilfinningunni eins og þessi önn eigi eftir að vera fljót að líða


Emilíu finnst ekkert skemmtilegra en að vesenast í snúrunum, allt sem er ekki dót er mest spennandi.




Alltaf brosmild og hress.

á fullu að leika

keyptum ódýr leikföng frá fólki sem er að flytja héðan, Emilíu til mikillar gleði.

Jæja heyrumst
Kristín