HTML visitor Tracker

Wednesday, February 28, 2007

3 vikna snúllumús...

Þá er dóttir okkar orðin 3 vikna gömul en það er samt eins og hún hafi fæðst í gær. Dagarnir hafa liðið frekar hratt. Ég hef verið natinn við að vera heima að skrifa ritgerð á meðan sú stutta hefur sofið. Þess á milli hefur hún farið í vagninn sinn í smá labbitúra með pabba um nágrennið. Henni finnst afar gott að vera í vagninum og það er alveg kjörið, því mamma hennar þarf að fá svefn á milli brjóstagjafa. Við feðginin höfum því haft þann háttinn á að færa mömmu Kristínu bakkelsi þegar komið er heim á ný eftir labbitúrinn góða.

Jæja, fleiri myndir...

Ulla á pabba fyrst hann er alltaf að því við mig

Horfum til himins...

Henni finnst gaman að kúra hjá böngsunum sínum

Við foreldrarnir glöddum lítið hjarta með Bangsímonóróa sem spilar lag


Voða lítil í stóru 66°N peysunni frá ömmu og afa Úlfs

Sunday, February 25, 2007

Hér eru nokkrar myndir af dúllunni.

Hér er litla í baði, kvartaði ekki neitt, bara jakússí stemning
Þurrki þurrk
Stolt amma og afi að sjá litlu í fyrsta skiptið
Svo sæt að sólin er feimin....

Monday, February 19, 2007

Þið verðið að afsaka bloggleysið hjá okkur en allur tíminn hefur farið í að kynnast litla englinum okkar.
Margt hefur gerst á síðustu tveimur vikunum, hjúkrunarkonan kom um daginn og féll alveg fyrir henni, sú litla var búin að þyngjast um 240 gr sem er mjög fínt. Allt var í lagi og skrifaði hún hjá sér að hún væri dejlig velskabet pige, ekki slæmt.
Mamma og pabbi komu í heimsókn um helgina og gátu varla tekið augun af henni, tóku endalaust mikið af myndum og nutu þess í botn að vera orðin amma og afi. Svo koma móðursystur litlu í mars og foreldrar Guðjóns þannig að litla á eftir að kynnast mörgum á næstunni.
Hér eru nokkar myndir frá síðustu viku.




Monday, February 12, 2007

Fjölskyldan komin heim...

Þá erum við öll þrjú komin heim á Sólbakka. Komum heim á föstudaginn og má glöggt sjá að við erum heldur löt við skriftir þessa dagana. Kristín þarf meiri hvíld þessa dagana þar sem mjólkin er komin í brjóstin og þá er bloggið að sjálfsögðu í mínum höndum en þá er minni tíðni á bloggfærslum hehe.

Við höfum fengið mikið af kveðjum og sendingum og viljum við þakka öllum kærlega fyrir hlýhuginn. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar að kíkja á litlu snúlluna.

Nú er það hins vegar næsta skref í ferlinu hennar litlu. Það þarf að skrá hana í kirkjusókn. Ég fór því inn á vefsíðu sem inniheldur lista yfir allar sóknir í Kaupmannahöfn og í ljós kom að okkar sókn heitir: Vestre Fængsel Kirke sogn. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fangelsiskirkja, en það er einmitt fangelsi hér við hliðina. Maður spyr sig því hvort þurfi að taka fingraförin hjá litlu svo hún komist inn í sóknina ;o)

Þá er komið að nýrri myndaseríu af þeirri litlu.

Fyrsta myndin af fjölskyldunni á spítalanumLitla skvísan sefur mikiðHenni finnst gott að láta knúsa sig stundum
Komin í gallann og tilbúin að fara út í fyrsta skipti
Nýbakaðar mæður. Heimasæturnar ásamt Rut og Úlfi litla

Thursday, February 08, 2007

Stúlkan okkar er fædd!!!

Eftirvæntingin hefur verið mikil hjá okkur Kristínu undanfarna daga og reyndar vikur og mánuði og hef ég grun um að margir aðrir séu á sama máli. Það er ekki skrítið því óléttan varð 15 dögum lengri en áætlað var. Biðin tók enda síðastliðið þriðjudagskvöld (6. febrúar 2007) þegar litla daman okkar kom í heiminn kl. 19.44 að dönskum tíma á spítalanum í Hvidovre. Hún vó við fæðingu 3.562 grömm (14 merkur) og mældist 52 cm að lengd. Hún virðist hafa eitthvað (a.m.k. sýnilegt) frá mér þar sem hún er með fallegt rautt hár. Kristín segir reyndar að varirnar komi líka frá mér. :o)

Fjölskyldan hefur það annars ágætt og hefur safnað kröftum undir handleiðslu fagfólks sem hefur verið alveg stórkostlegt og erum við mjög þakklát fyrir alla hjálpina frá því. Fleiri fréttir af litla kraftaverkinu koma von bráðar en svona í lokin þá finnst mér nú ekki annað hægt en að birta nokkrar ljósmyndir af fyrirsætunni rétt áður en ég fer aftur upp á spítala.

Thursday, February 01, 2007

10 dagar

Við fórum upp á Hvidovre spítala í morgun, frekar erfitt að vakna fyrir hádegi, erum svo algjörlega búin að snúa sólarhringnum við.
Ég var sett í hjartsláttarrit til að fylgjast með hjartslætti barnsins og samdráttum, svo athugaði hún útvíkkun sem eru orðin 1 og hálfur cm...góðir hlutir gerast greinilega hægt.
Svo fékk ég nálastungur til að reyna að koma einhverju af stað.... hefur allaveganna ekki virkað ennþá....eigum að koma aftur á laugardaginn ef ekkert hefur gerst.
Svo verð ég sett af stað á mánudaginn ef ekkert hefur gerst þá...sú litla ætlar svo sannarlega að láta hafa fyrir sér.
Heyrumst
Kristín