HTML visitor Tracker

Thursday, November 30, 2006

Þá er ég komin aftur til Danmerkur eftir ánægjulega og fræðandi Íslandsför, nú taka bara við flutningar og fullt af lærdómi sem hefur hlaðist upp, s.s nóg að gera næstu vikur.
Við fáum íbúðina á föstudaginn og flytjum á sunnudaginn, get ekki beðið!! Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sakna verkamannanna sem hafa verið fyrir utan gluggann minn í meira en ár og hafa vakið mig með vélarhljóðum allt of snemma flesta morgna en ég á eftir að sakna sæta hverfisins með öllum litlu búðunum og kaffihúsunum þar sem er stutt í allt.

En nú er ég byrjuð á 33. viku og finnst mér tíminn líða bara frekar hratt, tæplega tveir mánuðir eftir. Bumban stækkar og stækkar og eru hreyfingarnar alltaf að verða kraftmeiri, ég get fundið móta fyrir litlum löppum sparka í hægri hliðina á mér og ég hef nýlega fundið hiksta inn í mallanum, frekar fyndið.
Helstu meðgöngukvillarnir þessa dagana er bjúgur og smá bakverkir en annars líður mér barasta mjög vel, gæti alveg verið verra.

Ég fór til ljósunnar í dag og gekk bara vel, hún þreifaði á mallanum og fann að dúddi er orðinn næstum 2 kg. Hún hlustaði á hjartsláttinn og var hann fínn.
Svo fór ég á smá námskeið/spjall um fæðinguna og var þar spjallað um allskonar deifingar og fleira. Einnig var spjallað um hversu mikilvægt það er að koma inn á fæðingadeildina með jákvætt hugarfar og hugsa fæðinguna sem ferli sem konan og maðurinn upplifa en ekki eitthvað sem þarf að drífa af á sem minnstum tíma með sem mestum verkjalyfjum. Góð pæling en samt erfitt að ímynda sér sitt hugarástand þegar kemur að sjálfri fæðingunni.

En nú er komið að stund sannleikans, við ætluðum að halda kyninu leyndu en svo þegar við fórum til Íslands þá langaði mig svo mikið að segja foreldrum mínum þannig við létum bara verða að því......þannig að dúddi er lítil STELPA!!!
Magga frænka á stelpu og hún búin að lána okkur barnaföt, svo uppljóstrunin er strax orðin praktísk.

Ég hef því miður ekki haft tíma til að setja inn mynd vegna anna en það verður von bráðar

Kveðja Kristín

Friday, November 17, 2006

Jæja þá erum við lent á Íslandi, flugið gekk og vel og Dúddi stóð sig eins og hetja, ekkert kvartað. Ég var vel búin flugsokkum þannig að mér leið vel í fluginu, algjör snilld þessir sokkar.
Get ekki neitað því að við fengum smá sjokk þegar við komum til landsins, frekar mikil breyting að koma úr 10-12 stigum og logni í -7 gráður og strekking, eins gott að maður er vel búinn hlýjum fötum.
Það verður nú mest slappað af þessa helgina, ætla á Eyrarbakka að hitta mor og far. Keypti meira að segja hamborgarahrygg (á skid og ingenting) úti til að geta átt smá jólamat með fjölskyldunni þar sem við verðum ekki heima um jólin.
Svo fer vikan í það að hitta fólk með raddvandamál og nefmæli, er ýkt spennt.
Ég verð með íslenska númerið mitt ef það er einhver sem vill ná í mig:)
Sjáumst
Kristín

Sunday, November 12, 2006

Fór á fyrsta fæðingar- og foreldranámskeiðið um daginn, þemað var Ný fjölskylda, nýtt líf eða eitthvað svoleiðis. Við vorum þrjár mættar þarna með ljósmóðurinni, þetta var svona létt spjall um hvernig þetta yrði nú allt saman þegar nýji einstaklingurinn væri kominn í heiminn og hvernig við værum búin að sjá þetta fyrir okkur.
Hafði ekkert voðalega mikið til málanna að leggja, sérstaklega þar sem önnur ljósmóðirinn sem ég er með og hafði ekki hitt áður er sænsk og talar bara sænsku, ég kann ekkert sænsku en hinar virtust skilja hana mjög vel, halló! það er nóg að vera að strögglast við það að reyna að skilja þessa Dani. Það gæti s.s. orðið þannig að þessi sænska taki á móti Dúdda, það verður spennandi að sjá hvernig samskiptin verða:) Ætla nú samt ekkert að hafa áhyggjur af því núna.

Fórum í Fields í gær og á leiðinni heim stóð enginn upp fyrir mér í metróinu ég var ógó móðguð, héldu bara allir að ég væri búin að borða of mikið af flødeboller eða hvað?, þetta fólk ætti bara að skammast sín!! ;)


Heyrumst
Kristín

Sunday, November 05, 2006

Þokkalega kominn tími á fréttir frá dúdda og co.

Héðan er allt gott að frétta og meðgangan gengur bara voða vel, fyrir utan smá svefnleysi, maður verður víst að sætta sig við það.
Fór til ljósu um daginn og gekk bara vel, hún þreifaði á mallanum og hlustaði á hjartsláttinn, allt leit voða vel út:) Sagði að barnið væri um 1400 gr, skil ekki hvernig hún getur bara horft á magann og séð það, þessar ljósmæður eru svo klárar.

Skráði mig í óléttuleikfimi og fór í fyrsta tímann á mánudaginn, frekar skondið að sjá svona margar bumbur saman komnar. Þetta er svona létt kellingaleikfimi, ekkert hopp, svo í lokinn var góð afslöppun með teppi og kodda, æðislegt.
Ég keypti mér tíu tíma kort í sund, allt að gerast hvað varðar heilsuna.... hingað til allavega.

Heyrðu já aðal fréttin maður, við erum komin með íbúð á Solbakken kollegíinu, tvöfalt stærri og töluvert ódýrari. Ég tók mig bara til og fór á skrifstofuna, var búin að plana að vera rosa dramatísk og láta hana vorkenna okkur en svo þurfti ég þess ekkert, hún var með lausa íbúð frá 1. des, ekki svo mikið vandamál.
Þannig að við verðum komin í stærri íbúð fyrir jólin og áður en Dúddi mætir í janúar, ekkert smá fegin.

Svo er loksins komin dagsetning á Íslandsförina, kem heim kvöldið 16. nóv og fer til baka 27. nóv, alveg 10 heilir dagar á Íslandi, þarf þokkalega að nýta dagana vel og skipuleggja hitting svo ég nái að sjá alla, get ekki beðið.

Það er allt að gerast:)

Jæja svo er það mynd, hér er ég á 29. viku



Nei þú hér?!!


Guðjón vildi endilega láta taka mynd af sér eftir alla bjórdrykkjuna síðustu helgi, he he

Þangað til næst

Kveðja Kristín