HTML visitor Tracker

Monday, September 24, 2007

Það kom að því...

Hef loksins komið mér í að skrifa smá hér. Annars var síðast komið sögu í Gerðunum, Fellunum, vesturbænum og í Hafnarfirði. En nú er fjölskyldan komin til Kaupmannahafnar á nýjan leik og er næstum kominn mánuður síðan. Við foreldrarnir byrjuðum á því að ganga frá málunum varðandi vöggustofu fyrir Emilíu og fær hún pláss í stofu sem er alls ekki svo langt frá okkur. Hefðum að sjálfsögðu viljað fá pláss á vöggustofunni hér í húsinu en það er ekki á allt kosið í þessum efnum og unum við þessari tilhögun því bara vel.

Annars ætlar Emilía að fara til Englands í lok október með okkur foreldrunum þar sem hún er að fara í afmæli til Andys. Þar ætlar hún líka að hitta Ágústu og Ólöfu uppáhaldsfrænkur sínar og litlu tvíburapjakkana Emmu og Christians.

En þá er það bara rúsínan í pylsuendanum, myndir frá sumrinu sem leið á Íslandi. Hef tekið í notkun google myndakerfið og kem því mun meira magni af myndum inn svo hægt er að njóta margfalt á við það sem áður var. Svo, njótið vel:

Emilía Sumar 2007