HTML visitor Tracker

Wednesday, January 31, 2007

Ekkert bólar á litlu, hélt kannski að allur æsingurinn vegna leiksins í gær myndi koma öllu af stað en það þarf greinilega eitthvað meira til í mínu tilviki.
Á morgun förum við upp á spítala þar sem ljósmóður kíkir á mig, okkur var boðið að taka þátt í rannsókn (igangsættelsesprojekt) þar sem verið er að kanna hvort nálastungur og leghálsnudd (massage af livmoderhals) geti komið fæðingunni af stað. Við slógum til enda þokkalega til í allt þessa stundina....vona bara að það hafi einhver áhrif.

Fékk að vita um daginn að ef við eignumst litlu fyrir mánaðarmótin s.s. í dag þá fáum við fæðingarstyrkinn núna um mánðarmótin en ef hún fæðist á morgun eða seinna þá fáum við ekki borgað fyrr en í byrjun mars......"þú verður bara að reyna að fæða fyrir mánaðarmótin..." sagði konan hjá TR. Já já það er einmitt á to do listanum hjá mér...pirr.

Heyrumst
Kristín

Monday, January 29, 2007

bíði bíði..........

Friday, January 26, 2007

40+4
Settur tími bara kominn og farinn. Frekar undarleg tilfinning að vera búin að bíða eftir að þessi dagsetning renni upp svona lengi og svo líður tíminn bara og ekkert gerist.
Maður getur víst lítið gert í því en að bíða. Þessi bið er reyndar ágætis afslöppun fyrir mig, þó hún megi nú alveg fara að enda.
Við fórum til ljósmóður í gær, hún tjékkaði á skvísunni og er hún nú búin að skorða sig, allt röltið í vikunni hefur gert gott. Hún er orðin 14 merkur og um 50 cm og með góðan hjartslátt.
Við fengum tíma upp á spítala 1. febrúar ef ekkert hefur gerst og þá verður potað í belginn svona til að athuga hvað gellan er að pæla... ohh ég vona að hún vilji nú láta sjá sig fyrir þann tíma.
Þangað til reynum við bara að hafa það rólegt og undirbúa okkur andlega og líkamlega fyrir átökin.
Þangað til næst....
Kristín

Monday, January 22, 2007

Þá er dagurinn runninn upp sem við höfum beðið eftir, frekar skrýtið eftir allan þennan tíma.
En það er allt ennþá með kyrrum kjörum í malla, píunni líður örugglega bara voða vel þarna inni.

Fyrsti snjórinn í vetur féll í nótt, og það var allt hvítt og voða jólalegt þegar ég leit út um gluggann í morgun, greinilega sérstakur dagur:)

Við fórum í dag og keyptum vagn handa litlu, ætluðum kannski að bíða með það eftir fæðinguna en drifum bara í því og erum voða fegin að vera búin að því.
Þannig að þá er flest allt tilbúin hjá okkur...held það.


Þá er bara að bíða

heyrumst
Kristín

Friday, January 19, 2007

Jeii!!! Loksins búin í prófum, kláraði síðasta prófið í gær sem var munnlegt próf, vá hvað það gekk ekki vel en ég náði því að á einhvern undraverðan hátt. Það er frekar krefjandi að þurfa að tala dönsku í klukkutíma og það eitthvað að viti:S

Nú er bara að nota næstu daga í afslöppun og að undirbúa það sem á eftir að gera áður en stelpan kemur.
Mig dreymdi reyndar í fyrrinótt að ég ætti strák, það væri nú frekar fyndið ef það kæmi svo bara lítill kall....gæti alveg skeð, þá yrði ég bara að hafa hann metró í bleiku eins og pabbi sinn:)
Annars er heilsan bara ágæt, leið betur eftir að ég gat hvílt mig eftir törnina fyrir prófið 12. jan, stress og þreyta hefur greinilega mikið að segja hvað varðar bjúg, því hann minnkaði alveg helling eftir að ég gat slappað af, sem er alveg yndisleg. Grindargliðnunin er orðin meiri núna en það er eflaust bara eðlilegt á þessum tímapunkti. Það sem hrjáir mig helst núna eru kvef leiðindi sem er víst algengur kvilli á meðgöngu, vona að ég losni við þennan fjanda fyrir fæðingu.

Ljósmyndarinn var upptekinn við próflestur svo ég tók bara nokkar bumbumyndir sjálf. Veit ekki hvort það verða fleiri bumbumyndir, kannski ef ég fer langt fram yfir sem ég vona reyndar ekki.



það er nú bara eins og ég eigi vona á tvíburum á þessari mynd





Saturday, January 13, 2007

Tók annað prófið mitt í gær, það var svolítið slungið en ég er voða fegin að vera búin með það.
Þá er bara eitt próf eftir. Ég ákvað að taka mér frí frá lestri um helgina og slappa af og kannski taka niður jólatréð sem við höfum ekki ennþá gert, það er orðið frekar lafandi greyið.

Fórum til ljósmóðurinnar í gær og Guðjón kom með mér, hún taldi litlu vera orðna rétt yfir 3 kg sem eru 12 merkur, hún er ekki búin að skorða sig en hausinn liggur niðri sem er gott. Allt var í fínasta standi.
Ég á pantaðan tíma 25. janúar ef ég verð ekki búin að fæða þá, það verður spennandi að vita hvort ég muni mæta veit ekki hvort ég nenni að bíða mikið lengur.

Ætlaði að þvo barnaföt í gær en náði ekki langt þar sem mér tókst að hrynja í stiganum á leiðinni í þvottahúsið , rak hnakkann í tröppurnar, það var ekki gott, mallinn lenti ekki í neinu hnjaski en ég varð frekar sjokkeruð, náði s.s aldrei að þvo þvottinn en lærði af þessu að halda í handriðið , það er víst öruggara.

heyrumst
Kristín

Monday, January 08, 2007

Kláraði fyrsta prófið 4.janúar og gekk bara ágætlega, nýtti mér reyndar ekki aukaklukkutímann en mun án efa gera það í næsta prófi sem er 12. jan. Það verður frekar strembið próf sem ég er á fullu að læra undir þessa dagana. Svo er það bara eitt stykki munnlegt próf þann 18. og þá má skvísan láta sjá sig. Vá hvað ég get ekki beðið eftir að þessi próftörn klárast, próflesturinn tekur svolítið á þegar maður er svona uppblásinn:S

Þvoði tvær vélar af barnafötum í gær, Guðjón skilur ekkert í þessari paranoju hjá mér, "hva þarf eitthvað að vera að þvo ný föt" og " má þetta nú ekki bíða fyrr en við erum búin í prófum?"
Ok ég er nú ekki eins og sumar kellingarnar á barnalandi sem eru búnar að öllu mörgum mánuðum fyrr en fyrr má nú aldeilis vera. Ég samþykkti svo að lokum að Guðjón fengi að setja saman barnarúmið þegar hann er búinn í prófum 17. jan, má nú ekki vera seinna en það.

Var að byrja á 39. viku og bara tvær vikur til stefnu, ætla að reyna að setja inn mynd í næstu viku en gæti verið að það dragist eitthvað vegna prófanna, sjáum til.

Heyrumst
Kveðja Kristín

Tuesday, January 02, 2007

Jess fæ klukkutima lengri proftima!! frekar kul...kemur ser vel vegna aukinna klosettferda og svo tharf eg ekki ad stressa mig eins mikid, afskaplega snidugt:)
Best ad halda afram ad læra:(