HTML visitor Tracker

Friday, April 20, 2007

Ég fór með Emilíu Ólöfu í vigtun í gær, hjúkrunarkonurnar hafa opið hús fyrir foreldra sem geta komið og láta kíkja á ungana sína og beðið um ráð og svoleiðis. Emilía er búin að vera svolítill kjáni á brjósti, strax þegar flæðið minnkar í brjóstunum þá pirrast hún því hún þarf að hafa fyrir því að sjúga, hjúkrunarkonan sagði mér að drekka þrjá lítra af vökva á dag, sem ég er að reyna að gera.
En daman er búin að þyngjast um 610 gr frá 28. mars sem er mjög gott og við erum ánægð, þyngdaraukningin og allar hormónabólurnar sem hún er að fá núna ættu því að benda til þess að hún er að fá nóg.
En það er allt að gerast hjá Emilíu, þegar hún er sett á leikteppið nær hún að snúa sér næstum heilan hring með því að velta sér á hliðina aftur og aftur og þannig mjaka sér áfram. Var ekkert smá stolt móðir þegar ég tók eftir þessu. Svo er hún voða dugleg að spjalla við mömmu sína og pabba um hitt og þetta.

Hér eru feðginin að sturta sig saman, Emilía er algjör hetjaí sturtu og grætur ekki neitt.



Emilía Ólöf sæta

Monday, April 16, 2007

þá erum við komin til baka til Danmerkur eftir alveg yndislegt páskafrí, við lengdum ferðina um þrjá daga og náðum við því að hitta fleira fólk. Við vorum mest allan tímann á Eyrarbakka og Selfossi en eina helgi í bænum. Litla Emilía Ólöf fílaði sig bara vel hjá ömmum sínum og öfum, langöfum og langömmum og hlakkar voða mikið að koma aftur til Íslands.

Emilía Ólöf var í skírnarkjól sem er yfir 100 ára gamall. Langamma mín fékk hann og skírði sín börn í honum og amma mín skírði pabba og bræður hans í honum, frekar svalt.
Emilía Ólöf fékk uglydog eða ljótahund frá Andý, strax orðinn uppáhalds



Nafni og nafna ofsalega stolt með nafnbótina


Mín var sett í hvítan tjullkjól fyrir skírnina og svo í veislunni, maður þarf að eiga marga kjóla við svona hátíðleg tækifæri. Hér er Emilía með ömmu sinni.


Ein páskaleg af okkur mæðgunum að lokum

Monday, April 09, 2007

Emilía Ólöf Guðjónsdóttir

Í dag klukkan 15 var litla snúllumúsin okkar skírð Emilía Ólöf. Skírnarathöfnin fór fram í Eyrarbakkakirkju í góðu veðri. Séra Úlfar Guðmundsson prófastur skírði. Skírnarvottarnir voru Ólöf (systir Kristínar) og Magnús (bróðir minn).

Eftir athöfnina var svo skírnargestum boðið til kaffisamsætis í Rauða húsinu.

Skírnarvatnið er svo sannarlega heilagt þar sem það var sérstaklega innflutt frá Tyrklandi þar sem borgin Ephesus stóð áður og verið er að grafa upp nú. Talið er að María mey hafi eytt síðustu æviárum sínum á þeim slóðum. Vatnið var sótt í heilaga lind sem er við húsið sem hún er talin hafa búið í.

Setjum nokkrar myndir af Emilíu Ólöfu frá skírnardeginum síðar (Eitthvað vesen núna á Bloggernum)...