HTML visitor Tracker

Wednesday, October 25, 2006

Nú er haustfríið búið og maður kominn í lærugírinn aftur, sem er barasta ágætt,
var að fá þær fréttir að við erum búnar að redda praktík hjá talmeinafræðingum á íslandi svo að ég, Anna og Rannveig komum að öllum líkindum til Íslands í endan nóvember, gott að fá þetta svona nokkurn veginn á hreint, vorum eiginlega farnar að örvænta um að þetta myndi ekki reddast.
Það verður ýkt gaman að kíkja aðeins heim þar sem ég verð ekki heima um jólin, fæ vonandi smá jólafíling á Íslandi ásamt því að hitta vini og vandamenn.

Nú er 28. vika hafin á meðgöngunni, finnst þetta ganga bara nokkuð hratt. Dúddi er alltaf á fullu og eru hreyfingarnar alltaf að verða krafmeiri, maður kippist stundum bara við. Ég get séð bungur koma út hér og þar á mallanum en ég get ekki ennþá greint hvað það er, en í gær kom þessi svaka bunga, algjört met, held að það hafi verið hausinn að stinga sér þarna, hefur eflaust verið að teygja úr sér.

Hef heyrt að konur á meðgöngu eigi það til að dreyma krassandi drauma og er ég engin undantekning. Stundum vakna ég við þá og get ekki fest svefn aftur. Draumarnir fjalla allir um það að ég sé búin að fæða barn en einhverja hluta vegna nái ekki að sinna því, gleymi því eða sé upptekin við annað, frekar óþægilegt. Í nótt dreymdi mig að ég ætti ogguponsu barn sem var bara nokkrir millimetrar úff, hvar endar þetta!

Heyrumst
Kristín

Thursday, October 19, 2006

Haustfríið er yndislegur tími, frí í viku frá skólanum og engum aukaverkefnum hlaðið á mann eins og í háskólanum heima, held að skólinn vilji í alvöru að maður slappi bara af, ótrúlegt en satt.
Það er einmitt það sem við erum búin að vera að gera, sofa til hádegis og sonna, beautiful.

Mamma hans Guðjóns gaf okkur geisladiska með klassískri tónlist fyrir börn og mæla þeir víst með að hlustunin hefjist strax á meðgöngu, við leyfðum því Dúdda að fá smá hljóðdæmi um daginn þegar ég setti heyrnartólin á mallann, frekar fyndið en á víst að vera svo sniðugt þar sem barnið er farið að nema hin ýmsu hljóð og á víst að geta munað eftir lögum þegar komið er úr mallanum. Tónlistaruppeldið byrjar því snemma hjá okkur svo er það bara Suzuki tveggja ára, þýðir ekkert annað;)

Annars gengur meðgangan bara mjög vel, ekki yfir neinu að kvarta, bara alltaf að stækka eða blómstra ef ég hef eftir henni Rut. Finnst ég nú búin að þyngjast heldur mikið en það er víst hluti af þessum pakka, víst óhjákvæmilegt.


Jæja þá er 27. vika hafin og tvær vikur síðan ég setti inn mynd síðast, svo værs'go.



Kveðja Kristín

Sunday, October 15, 2006

Það lítur út fyrir að næstu jól verði þau fyrst án fjölskyldunnar og í öðru landi, við ætlum s.s. að halda jólin hérna í Kaupmannahöfn...
það er eiginlega orðið of seint að vera að fljúga heim þar sem það verður minna en mánuður í settan fæðingadag, auk þess er ég í prófum í janúar og nenni því ekki neinu stressi, aukastressi þ.e.
Við erum bara búin að ákveða að vera jákvæð varðandi jólahaldið, það verður bara kósý og skemmtileg lífsreynsla en þó um leið leiðinlegt að hitta ekki fjölskylduna, Ágústa systir er að koma heim um jólin en hún hefur ekki verið heima síðustu tvenn jól...
en ég þarf ekki að bíða lengi þar sem þau koma að öllum líkindum í heimsókn þegar dúddi kemur í heiminn:).
Vona bara að við verðum komin í stærri íbúð svo að það verði pláss fyrir jólasteikina...(díses! get ég hætt að hugsa um mat í eina sekúndu!!)...en það er víst nægur tíma til að pæla í því.

Kristín

Tuesday, October 10, 2006

Get ekki sagt annað en að næsti janúarmánuður verði krefjandi hjá mér, örugglega einn mest krefjandi mánuður sem ég mun hafa upplifað.
Ég er s.s. sett þann 22. janúar einmitt í prófatörninni, þessir Danir þurfa einhverra hluta vegna að hafa prófin í janúar sem er mér óskiljanlegt.
En ef allt gengur eftir þá ætti þetta að ganga upp, fer í próf, 4. og 12. janúar og svo í mitt fyrsta munnlega próf einhversstaðar á tímabilinu 18. til 26. janúar gaman gaman. Er nett að pæla í því að fá að vera fyrst í röðinni.
Hef heyrt að konur á steypirnum ættu helst að komast hjá stressi og álagi því það gæti e.t.v. komið einhverjum hreyfingum af stað, þetta á einmitt að vera tíminn sem konan á að vera í afslöppun og dunda sér við að brjóta saman samfellur og þess háttar, já já einmitt.
Hvað er meira afslappandi en að taka eitt stykki klukkutíma munnlegt próf á dönsku svona rétt fyrir fæðingu, ætti ekki að vera vandamál.
Þetta verður áhugavert.

Friday, October 06, 2006

Hér er ég á 25. viku í nýju óléttufötunum sem ég keypti í dag, ætlaði bara að hlaupa inn og kaupa mér brjóstarhaldara og óléttusokkabuxur, endaði með að líka kaupa gallabuxur og bol, æii þið kannist við þetta.

Hér eru við, væntanlegir foreldrar að æfa okkur á litla pjakknum þeirra Einars og Margrétar sem á að nefna á morgun, spennandi:)


Svo mátti ég til með að bæta inn mynd af henni fallegu Rut sem á að eiga litla múlla í næsta mánuði. Alltaf jafn myndarleg í eldhúsinu.

Wednesday, October 04, 2006

Jæja þá er þetta allt að komast í gang hjá okkur, settumst loksins niður og bjuggum til síðu fyrir litla ungann. Vorum eitthvað að pæla í barnalandi.is en það þarf að borga þar, púff nennum ekkert að standa í svoleiðis.
Það eru kannski einhverjir sem furða sig á nafngiftinni sem bumban fær en nafnið er til heiðurs litla þrastarunganum Dúdda sem tvær litlar systur tóku að sér og hjúkruðu, hann fór fljótt yfir móðuna miklu en nafn hans lifir áfram.
Svo kemur það bara í ljós hvort nafnið passi við kynið sem svo kemur í heiminn í janúar, en það er allt annað mál.

Ég veit ekki hvort við komum til með að blaðra mikið um meðgönguna per se en ætlum allaveganna að vera duglega að setja um myndir fyrir vini og vandamenn.

En það sem er að frétta af mér núna er að ég er að fara í skoðun á fimmtudaginn hjá heimilislækni, veit eiginlega ekki hvað hann ætlar að gera, kemur í ljós.
Vona bara ekki að ég þurfi að stíga á vigtina, þorði því loksins um daginn síðan ég var vigtuð í vor, og það er greinilegt að ég hef verið dugleg á hlaða þeim á mig, hef varla talist hófsamleg þegar kemur að mat og þá helst sætindum.

Hér er ein mynd af mér tekin fyrir nokkrum vikum man ekki alveg hvenær, er ekkert voðalega skipulögð í myndatökunum.
Svo set ég fleiri myndir bráðlega.


Kveðja Kristín

Tuesday, October 03, 2006

Hver er Dúddi?