HTML visitor Tracker

Saturday, March 24, 2007

Jæja nú fer að styttast í það að við förum til Íslands, hlakka voða mikið til, þá sérstaklega að hitta mína yndislega fjölskyldu en Ágústa systir og Andý munu koma frá Manchester og verða yfir páskana... fjölskyldan mun þá loksins sameinast en við höfum ekki verið öll saman síðan í vorið 2005, eitt og hálft ár síðan.... svona er það þegar allir búa í sitt hvoru landinu.
Lífið gengur nú bara sinn vanagang hér hjá litlu fjölskyldunni á solbakken, sú litla er náttúrulega í aðalhlutverki og lætur mömmu sína og pabba snúast í kringum sig. Hún er voða dugleg að sofa í vagninum út á svölum sem er alveg að bjarga geðheilsu okkar því þegar hún fer í vagninn getum við sofið sem er alveg yndislegt, þ.e ég get sofið og Guðjón fylgist með henni og lærir í leiðinni.
Hún fór í 5 vikna skoðun um daginn og gekk bara vel, hún var þá orðin 57 cm og 4400 gr sem er fínt, læknirinn skrifaði "fin pige" í bókina, ekki slæmt.
Vorið er komið í loftið hér í Danmörku sem er alveg yndislegt sérstakega þegar þar sem við erum mikið úti að labba með vagninn, miðað við veðralýsingarnar frá Íslandi verður örugglega minna um rölt, verð ég ekki bara að redda mér snjóþotu undir hana;)

Nokkrar myndir....

Hér er ein af frænkunum saman, sætar


Mæðgurnar að pósa
gellan fékk píanó frá stellunum, ekkert smá flott gjöf, takk stelpur þessi gjöf hitti beint í mark. Eins og sést hér þá er þjálfunin hafin.



Kjútípæ

Wednesday, March 21, 2007

Heimsóknahrina...

Öll bið tekur enda, og á ég þá við tímann sem líður stundum á milli blogga hér. Það er nú óhætt að segja að hér hafi verið kátt á hjalla undanfarna daga. Fólk var duglegt að sækja okkur litlu fjölskylduna heim í mánuðinum. Í byrjun mars komu mamma og pabbi og brósi að kíkja á litlu í fyrsta sinn. Þeim þótti það nú ekki leiðinlegt. Síðan kíktu Þórir, Sigrún og Ketill við þann 10. mars og elduðum við þvílíkt ljúffengan Tai kjúklingarétt, þar sem grjónin voru steikt á undan suðu hehe.

Þá helgi kíktu einmitt Guðjón, Magga og Freyja Kristín til okkar frá Íslandi. Þau komu einnig við í Svíþjóð en voru svo hjá okkur restina af ferðinni þeirra. Fórum m.a. í dýragarðinn sem henni Freyju þótti nú ekki skemma fyrir. Verst að við gátum ekki skoðað allan garðinn því hann er svo hrikalega stór. Þeir skipta þessu upp í heimsálfurnar og ég held að við höfum átt alla Asíu eftir og er nú ekki um litla heimsálfu að ræða. En það verður bara að redda því seinna, eigum það bara eftir til góða.

Hákon og Anna komu hér þann 14. færandi hendi. Hákon leifði okkur að njóta gulrótarköku sem hann hafði bakað. Það sérstaka við hana var að enginn sykur var notaður né hveiti.

Ólöf moster kom svo á laugardaginn var til að skoða litlu frænku sína og kom þeim nú bara ágætlega vel saman að mér fannst ;0) Einnig komu þau Þórhildur og Tobias alla leið frá Berlín, en þau tóku sér smá frí og nýttu tækifærið til að kíkja á snúlluna.

Jæja, en þá er næsti dagskrárliður sem felst í því að við heimsækjum. Nú er undirbúningur að komast á ágætt skrið með skírn litlu og stendur einmitt til að skíra í Eyrarbakkakirkju á annan í páskum. Ég er að reyna að koma öllu ritgerðarveseni frá áður en við höldum heim, því það er fátt leiðinlegra en að vera að vinna í fríi. Vil komast hjá því.

En þá er bara að setja inn nokkrar myndir frá marsmánuði. Njótið vel.


Saturday, March 10, 2007

Litla daman fór upp á spítala í gær í smá sónar á mjöðmunum, þeir héldu í fyrstu að hún væri eitthvað laus í mjaðmaliðunum þegar hún fæddist og því þurfti að tjekka á því. En það er barasta allt í lagi með hana og stóð hún sig voða vel þegar hnoðast var með hana.
Það er allt gott að frétta af litlu, mallinn er alltaf eitthvað að pirra hana en mér finnst eins og hún sé að verða betri. Hún vill voða mikið láta rugga sér í svefn og finnst því voða gott að vera í vagninum þannig að ég er voða mikið að spóka mig með vagninn niðrí bæ, hef góðan tíma til að kíkja í búðir og útrétta ýmislegt.

Sú litla verður skírð á Íslandi annan í páskum í Eyrarbakkakirkju. Við erum voða spennt að koma heim en við verðum þar frá 3. apríl til 12. apríl.

Þó svo að það sé gaman af fr. dúddu vakandi þá er líka voða gott þegar hún sefur.




Saturday, March 03, 2007

Það er orðið allt of langt síðan ég hef bloggað, dagarnir líða bara áfram og það ekkert smá hratt, sú litla bráðum að verða mánaðar gömul, alveg ótrúlegt.
Hjúkrunarkonan kom á fimmtudaginn, til að líta á litlu, ég var fegin að sjá hana þar sem ég var búin að vera með áhyggjur af því hvað litla drykki lítið, hélt að hún væri því ekki að fá nóg, en annað kom á daginn, litla músin okkar hafði þyngst um hálf kíló frá seinustu heimsókn sem er mjög gott og meira að segja aðeins yfir meðallagi, hún er þá bara voðalega fljót að drekka, gleypir bara í sig sem því miður skilar sér í magakveisu þar sem hún er líka dugleg að gleypa loft. Hún er því búin að vera með magapílur og stundum frekar óróleg.
Hjúkkan mældi með því að við fengjum okkur auka vagn á svalirnar til að láta hana sofa í þar sem það er ekki hægt að koma með vagninn okkar upp, við fengum því ömmu og afa á Selfossi sem eru í heimsókn, til að koma með gamlan vagn sem ég vona að hún eigi eftir að sofa vel í, hún sefur allaveganna vel í sínum vagni.

þau geta svo sannarlega bæði brætt hjörtu hörðustu manna




Hér eru svo fleiri myndir:
Gott að vera hjá mömmuAnna og Hákon komu í heimsókn


lallalæ