HTML visitor Tracker

Saturday, December 30, 2006

Fyrstu jólin okkar ein saman voru alveg yndisleg hérna á Sólbakken, maturinn heppnaðist vel og var barast næstum því eins og hjá mömmu og pabba, (þökk sé skype þá áttu þau sinn þátt í eldamennskunni). Íslensk jólamessa hljómaði undir borðhaldinu þannig að þetta var voðalega íslenskt allt saman. Pakkarnir og jólakortin voru svo opnuð í rólegheitum og svo var bara slappað af yfir jólamynd í sjónvarpinu:)
Vil þakka öllum sem sendu okkur jólakort, þau hlýjuðu okkur um hjartarætur:)

Hér er mynd af litla sæta jólatrénu okkar



Takið eftir heimagerðu jólastjörnunni, neyðin kennir naktri konu að spinna segir ég nú bara.

Hér erum við skötuhjúin að fara að gæða okkur á hamborgarahryggnum.

Það er nú ekkert djók að vera óléttur og jólasaddur í þokkabót, maður verður heldur þungur á sér.

Við fórum svo á jóladag í Íslendingamessu og í mat til Ingva, Röggu og Sindra, svo á annan í jólum fórum við í Íslendingajólahlaðborð hér á kollegíinu þar sem við náðum að kynnast alveg fullt af Íslendingu sem búa hérna ásamt því að borða dýrindis hangikjöt. Þannig að þetta voru prýðis jól hjá okkur hérna í Danaveldi.

Annars fara dagarnir núna helst í lestur fyrir próf sem taka við fljótlega eftir áramót. Gengur bara ágætlega. Ætlum að vera hjá Röggu og Ingva yfir áramótin, sem verður eflaust notalegt og rólegt, allaveganna hjá mér.

En það sem er að frétta af óléttunni er að ég er komin á 37.viku sem er alveg ótrúlegt, finnst þetta líða svo hratt, get ekki beðið eftir að vera búin með þessi próf þannig að ég geti farið að undirbúa komu litlu skvísunnar. Bjúgurinn og þreyta eru helstu meðgöngukvillanir þessa dagana en kannski ekkert óeðlilegt á þessum tímapunkti. Svo reyni ég að komast hjá bakverkjum með því að labba ekki eins og kóngamörgæs sem er lúmskt erfitt.

Hér er ég svo á 37.viku

Það segja allir að ég sé með svo netta kúlu, kannski virðist það þannig af því að brjóstin á mér eru næstum eins stór og kúlan he he

Við óskum öllum farsæls nýs árs!!

Kveðja Kristín og Guðjón

Saturday, December 23, 2006

Jæja nú fer að líða að jólum og jólamaturinn kominn í hús, nú er bara að krossa fingur og vona að við brennum ekki jólasteikina....hefði kannski átt að hafa svona æfingajól til að vera örugg um allt gangi upp....en nei þetta verður bara að reddast, útkoman verður bara spennandi.

Hafði það sem allra best um jólin elskurnar mínar
Jólakveðja
Kristín, Guðjón og dúdda

Wednesday, December 20, 2006

Jei, nu geta loksins allir kommentad!!

Tuesday, December 19, 2006

Hjólaði upp í Jónshús í gær og keypti malt og appelsín af kvennakórskonum, ég var farin að örvænta að við yrðum að drekka danskt nisseøl þegar ég fékk póst um að þær væru að selja, snilld.

Monday, December 18, 2006


Nýja rúmið okkar

Hér eru nokkrar myndir af íbúðinni. Við erum svona nokkurn veginn búin að koma okkur fyrir, vantar bara að hengja upp myndir og snaga og þess háttar. Þvílíkur munur að vera komin með stærra eldhús, ég er líka að njóta þess, búin að baka tvær sortir fyrir jólin og allt.

Við erum núna á fullu í próflestri en Guðjóns samt meira en ég, hann er í prófi í dag og svo 21. en ég eftir áramót. Við ætlum að slappa af eftir 21. og undirbúa fyrir jólin og njóta þess að vera í fríi.

Fór til læknis um daginn, það var bara þetta vanalega, kíkt á blóðþrýsting, þvag og þreifað á bumbunni, allt virtist vera í lagi og dafnar hún vel. Er farin að finna fyrir því að plássið er eitthvað að verða að skornum skammti þarna inni, miðað við þær kraftmiklu hreyfingar sem ég finn upp í rifbein, kemst ekkert upp með það að vera hokin.

Jæja læt heyra betur í mér seinna

kiss og knús Kristín

Saturday, December 16, 2006

Hér er loksins mynd af mér á 35. viku. Ekki hægt að segja annað en að kroppurinn dafni vel:)

Tuesday, December 05, 2006

Ógó pirrandi að gleyma sundgleraugunum þegar maður er kominn í sundlaugina,
ég var komin í sundbolinn þegar ég fattaði það en ákvað nú samt að skella mér í laugina.
Mér fannst frekar hallærislegt að synda bringusund með hausinn upp úr allan tímann, dálítið eins og gömul kona, en ég var varla byrjuð að synda þegar ég sá ungan hraustan mann synda svoleiðis, það var miklu kellingalegra, með leið allaveganna betur.

Monday, December 04, 2006

Mér leið eins og ég væri hvalur þegar ég hljóp að eftir strætó um daginn, hefði frekar átt að láta það vera, maður finnur allt í einu eitthvað svo mikið fyrir óléttunni þegar maður fer að hlaupa og ég tala nú ekki um að beygja sig, úff!! En þetta er víst hluti af þessum öllu saman.

Erum byrjuð að mála íbúðina á Solbakken, Guðjón er núna á fullu, algjör hetja, ég reyni að vera sem minnst í málningarstækjunni, tek engar áhættur með hana dúddu.
En ég setti samt límband á brúnirnar og plast á gólfið, þá var frekar mikið dæst og stunið.

Núna get ég sagt að ég eigi að eiga í næsta mánuði, hehe þetta líður ekkert smá hratt.

Heyrumst Kristín