Jæja nú fer að styttast í það að við förum til Íslands, hlakka voða mikið til, þá sérstaklega að hitta mína yndislega fjölskyldu en Ágústa systir og Andý munu koma frá Manchester og verða yfir páskana... fjölskyldan mun þá loksins sameinast en við höfum ekki verið öll saman síðan í vorið 2005, eitt og hálft ár síðan.... svona er það þegar allir búa í sitt hvoru landinu.
Lífið gengur nú bara sinn vanagang hér hjá litlu fjölskyldunni á solbakken, sú litla er náttúrulega í aðalhlutverki og lætur mömmu sína og pabba snúast í kringum sig. Hún er voða dugleg að sofa í vagninum út á svölum sem er alveg að bjarga geðheilsu okkar því þegar hún fer í vagninn getum við sofið sem er alveg yndislegt, þ.e ég get sofið og Guðjón fylgist með henni og lærir í leiðinni.
Hún fór í 5 vikna skoðun um daginn og gekk bara vel, hún var þá orðin 57 cm og 4400 gr sem er fínt, læknirinn skrifaði "fin pige" í bókina, ekki slæmt.
Vorið er komið í loftið hér í Danmörku sem er alveg yndislegt sérstakega þegar þar sem við erum mikið úti að labba með vagninn, miðað við veðralýsingarnar frá Íslandi verður örugglega minna um rölt, verð ég ekki bara að redda mér snjóþotu undir hana;)
Nokkrar myndir....
Hér er ein af frænkunum saman, sætar
Mæðgurnar að pósa
gellan fékk píanó frá stellunum, ekkert smá flott gjöf, takk stelpur þessi gjöf hitti beint í mark. Eins og sést hér þá er þjálfunin hafin.
Kjútípæ
Lífið gengur nú bara sinn vanagang hér hjá litlu fjölskyldunni á solbakken, sú litla er náttúrulega í aðalhlutverki og lætur mömmu sína og pabba snúast í kringum sig. Hún er voða dugleg að sofa í vagninum út á svölum sem er alveg að bjarga geðheilsu okkar því þegar hún fer í vagninn getum við sofið sem er alveg yndislegt, þ.e ég get sofið og Guðjón fylgist með henni og lærir í leiðinni.
Hún fór í 5 vikna skoðun um daginn og gekk bara vel, hún var þá orðin 57 cm og 4400 gr sem er fínt, læknirinn skrifaði "fin pige" í bókina, ekki slæmt.
Vorið er komið í loftið hér í Danmörku sem er alveg yndislegt sérstakega þegar þar sem við erum mikið úti að labba með vagninn, miðað við veðralýsingarnar frá Íslandi verður örugglega minna um rölt, verð ég ekki bara að redda mér snjóþotu undir hana;)
Nokkrar myndir....
Hér er ein af frænkunum saman, sætar
Mæðgurnar að pósa
gellan fékk píanó frá stellunum, ekkert smá flott gjöf, takk stelpur þessi gjöf hitti beint í mark. Eins og sést hér þá er þjálfunin hafin.
Kjútípæ