Vil þakka öllum sem sendu okkur jólakort, þau hlýjuðu okkur um hjartarætur:)
Hér er mynd af litla sæta jólatrénu okkar

Takið eftir heimagerðu jólastjörnunni, neyðin kennir naktri konu að spinna segir ég nú bara.
Hér erum við skötuhjúin að fara að gæða okkur á hamborgarahryggnum.
Það er nú ekkert djók að vera óléttur og jólasaddur í þokkabót, maður verður heldur þungur á sér.
Við fórum svo á jóladag í Íslendingamessu og í mat til Ingva, Röggu og Sindra, svo á annan í jólum fórum við í Íslendingajólahlaðborð hér á kollegíinu þar sem við náðum að kynnast alveg fullt af Íslendingu sem búa hérna ásamt því að borða dýrindis hangikjöt. Þannig að þetta voru prýðis jól hjá okkur hérna í Danaveldi.
Annars fara dagarnir núna helst í lestur fyrir próf sem taka við fljótlega eftir áramót. Gengur bara ágætlega. Ætlum að vera hjá Röggu og Ingva yfir áramótin, sem verður eflaust notalegt og rólegt, allaveganna hjá mér.
En það sem er að frétta af óléttunni er að ég er komin á 37.viku sem er alveg ótrúlegt, finnst þetta líða svo hratt, get ekki beðið eftir að vera búin með þessi próf þannig að ég geti farið að undirbúa komu litlu skvísunnar. Bjúgurinn og þreyta eru helstu meðgöngukvillanir þessa dagana en kannski ekkert óeðlilegt á þessum tímapunkti. Svo reyni ég að komast hjá bakverkjum með því að labba ekki eins og kóngamörgæs sem er lúmskt erfitt.
Hér er ég svo á 37.viku
Það segja allir að ég sé með svo netta kúlu, kannski virðist það þannig af því að brjóstin á mér eru næstum eins stór og kúlan he he
Við óskum öllum farsæls nýs árs!!
Kveðja Kristín og Guðjón